1871
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1871 (MDCCCLXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Stöðulögin voru sett, sem kváðu á um samband Íslands og Danmerkur. Einveldistímabilið á Íslandi hafði runnið sitt skeið.
- Skotfélag Hafnarfjarðar var stofnað.
Fædd
- 24. febrúar - Sigríður Tómasdóttir, barðist gegn virkjun Gullfoss.
- 10. október - Elínborg Jacobsen, fyrst kvenna til að ljúka stúdentsprófi á Íslandi.
- 4. nóvember - Ottó N. Þorláksson, skipstjóri og fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
- 7. desember - Þórður Tómasson, íslenskur prestur í Danmörku.
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 18. janúar - Stofnun Þýskalands: Sameining nokkurra þýskumælandi ríkja í eitt ríki. Þýska keisaradæmið varð til og Norður-þýska ríkjasambandið heyrði sögunni til. Otto von Bismarck varð kanslari í mars.
- 18. mars - Parísarkommúnan: Vinstrisinnuð stjórn sem ríkti í París í nokkrar vikur.
- 29. mars - Royal Albert Hall opnaði í London.
- 29. júní - Verkalýðsfélög urðu lögleg í Bretlandi.
- 20. júlí - Breska Kólumbía gekk í ríkjasamband Kanada.
- 8. október - Miklir eldar urðu í Michigan sem gerðu 100.000 heimilislaus.
- 10. nóvember - Henry Morton Stanley, velskur blaðamaður og skoski landkönnuðurinn David Livingstone hittust í bænum Ujiji á bökkum Tanganjikavatns og verður Stanley að orði: „Dr. Livingstone, hygg ég?“.
- 17. nóvember - Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum var stofnað.
- Jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku var stofnaður.
- Enski bikarinn og knattspyrnuliðið Reading F.C. var stofnað.
Fædd
- 4. febrúar - Friedrich Ebert, fyrsti forseti Þýskalands.
- 18. febrúar - Harry Brearley, breskur tæknilegur málmsmiður sem uppgötvaði ryðfrítt stál.
- 25. febrúar - Lesja Úkrajínka, úkraínskur rithöfundur.
- 5. mars - Rosa Luxemburg, pólskur byltingarsinni og hagfræðingur.
- 10. júlí - Marcel Proust, franskur rithöfundur.
- 19. ágúst - Orville Wright, bandarískur flugfrömuður.
- 25. ágúst - Nils Edén, forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 29. ágúst - Albert Lebrun, forseti Frakklands.
- 30. ágúst - Ernest Rutherford, nýsjálenskurr kjarneðlisfræðingur.
- 28. september - Grazia Deledda, ítalskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1926.
- 28. september - Pietro Badoglio, ítalskur hershöfðingi.
- 2. október - Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Dáin
- 7. júní - Torkil Abraham Hoppe, danskur embættismaður sem var stiftamtmaður á Íslandi 1841-1847.
- 7. júní - August Immanuel Bekker, þýskur textafræðingur og fornfræðingur.
- 18. mars - Augustus De Morgan var breskur stærðfræðingur og rökfræðingur.
- 18. október - Charles Babbage, enskur stærðfræðingur (f. 1791).