Content-Length: 117188 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Anchorage

Anchorage - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Anchorage

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anchorage innan Alaska
Anchorage á maíkvöldi. Chugach fjöll í baksýn.
Mynd af Anchorage úr geimnum
Árið 1964 varð gríðarmikill jarðskjálfti nálægt Anchorage.

Anchorage (eða Dgheyaytnu á athabaskísku; máli frumbyggja) er stærsta borg Alaskafylkis Bandaríkjanna með um 290.000 íbúa (2019) og er hluti af samnefndu sveitarfélagi. Hún er staðsett á láglendi í miðju Suður-Alaska fyrir botni Cook Inlet-flóa. Um 40% íbúa fylkisins búa í borginni. Um 400.000 manns búa á stórborgarsvæði Anchorage.

Árið 1964 skók jarðskjálfti upp á 9,2 stig borgina en upptökin voru suður af borginni. Uppbygging var mikil á áttunda áratugnum þegar þangað flykktust olíuleitar- og verktakafyrirtæki og íbúatalan þrefaldaðist á 10 árum. [1] Hugmyndir hafa verið uppi að gera borgina að höfuðstað fylkisins en Juneau í Suðaustur-Alaska hefur verið höfuðstaðurinn síðan árið 1906. Lestarsamgöngur eru norður og suður frá Anchorage; norður að borginni Fairbanks sem er í miðhluta fylkisins og suður að Seward á Kenaiskaga.

Ted Stevens alþjóðaflugvöllurinn er í suðvesturhluta borgarinnar. Villt dýr eins og birnir og elgir koma reglulega inn fyrir borgina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/629075/








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Anchorage

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy