Content-Length: 194199 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Auga

Auga - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Auga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nærmynd af mannsauga.
Mynd af auga síberíutígursins.

Auga er líffæri sem skynjar ljós og gerir dýri kleift að sjá. Augu nema ljós og senda upplýsingar áfram sem taugaboð.

Einföldustu augu geta aðeins skynjað hvort umhverfið er dimmt eða bjart, en í æðri dýrum eru augu flókin kerfi sem safna ljósi saman, nota ljósop til að stýra magni þess ljóss sem kemst inn, skerpa á ljósinu með því að beina því í gegnum linsur sem augað getur stillt, umbreytir myndinni í taugaboð, og sendir það áfram með sjóntauginni til sjónstöðva heilans.

Ljósnemar augans kallast keilur (sem nema lit) og stafir (sem nema birtu).

Mannsaugað

[breyta | breyta frumkóða]

Mannsaugað kann að vera af mismunandi litum. Algengasti litur er brúnn, en blá eða græn augu tíðkast stundum í meirihluta í sumum þjóðum. 88% af Íslendingum eru blá- eða græneygðir. [heimild vantar]

Mannsauganu er skipt í nokkra hluta:

  • Augnknötturinn, bulbus oculi, liggur í augntóftinni, en hann er myndaður úr þremur hjúpum:
  • Hvíta, sclera, er hvít og ávöl og er gerð úr bandvef. Hvítan rennur saman við glæru, sem einnig er nefnd hornhimna, cornea.
  • Æða, choroidea, er gerð úr sortufrumum sem draga til sín ljósgeisla.
  • Lita, iris, er litaði hluti augans. Hún er ýmist blá, græn eða brún, allt eftir litkornamagni. Svartur blettur í miðju litunnar er sjáaldrið, sem einnig heitir ljósop, pupilla, en það minnkar og stækkar eftir birtuástandi og líkams- og/eða hugarástandi.

Algengir augnkvillar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Slímhimnubólga, conjunctivitis, bólga/erting í slímhimnu, sem klæðir augu að framan og augnlok að innanverðu.
  • Ellifjarsýni, presbyopia, aðlögunarhæfni augasteins minnkar þegar aldur færist yfir og veldur því að fólk sér síður það sem er nær því.
  • Fjarsýni, hypermetropia/hyperopia, sjónímynd lendir aftan við sjónu, mögulega vegna þess að augnknötturinn getur verið of stuttur eða ljósbrotshæfni augasteins er léleg. Fjarsýni hefur sömu eða svipuð áhrif og ellifjarsýni á sjón, fólk sér síður það sem er nær því.
  • Gláka, glaucoma, aukinn þrýsingur í auga vegna fyrirstöðu á rennsli glervökva milli augasteins og liturótar. Gláka veldur blindu ef meðferð dregst á langinn.
  • Nærsýni, myopia, sjónímynd lendir framan við sjónu, yfirleitt vegna þess að augnknötturinn er of langur. Nálægir hlutir sjást greinilega en fjarlægir hlutir illa.
  • Rangeygð, tileygð, skjálgi, strabismus er þegar augun eru ekki samstillt, annað augað gæti beinst að nefi og hitt til hliðar. Það auga sem ekki er ríkjandi er sagt vera latt.
  • Sjónskekkja,astigmatismus, galli eða annmarki á kúpli hornhimnu veldur sjónskekkju. Sjónin verður léleg þar sem ljósgeislarnir tvístrast og ná ekki saman í sjónpunkti.
  • Ský á auga, drer, cataracta, ský myndast oft með aldri í glærum augasteininum, svo hann verður ógegnsær. Ein algengasta orsök blindu í heiminum, en unnt að lagfæra með tiltölulega lítilli skurðaðgerð. Þessi skurðaðgerð er algengasta aðgerð sem framkvæmd er hér á landi.

Með sjóntækjum er mögulegt að bæta sjóngalla, sem stafa af algengustu augnkvillum. Með laseraðgerð má einnig bæta sjóngalla af völdum nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Auga

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy