Greta Gerwig
Greta Gerwig | |
---|---|
Fædd | 4. ágúst 1983 |
Þjóðerni | Bandarísk |
Menntun | Barnard-háskóli (BA) |
Maki | Noah Baumbach (g. 2023) |
Börn | 2 |
Undirskrift | |
Greta Celeste Gerwig (f. 4 ágúst 1983[1]) er bandarísk leikkona, leikstjóri og handritshöfundur.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Gerwig hóf feril sem leikkona árið 2006 og birtist fyrstu árin aðallega í sjálfstæðum kvikmyndum í hinum svokallaða mumblecore-geira, oft ásamt Joe Swanberg. Árið 2011 birtist hún í fyrsta sinn í stórmynd þegar hún lék á móti Russell Brand í myndinni Arthur. Auk Joe Swanberg hefur Gerwig oft unnið með Whit Stillman og Noah Baumbach.[2] Eftir að Gerwig lék titilhlutverkið í kvikmynd Baumbachs, Frances Ha árið 2012 var hún tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki bestu aðalleikonu í gamanmynd eða söngleik.
Árið 2017 skrifaði Gerwig og leikstýrði kvikmyndinni Lady Bird, sem var tilnefnd til ýmissa verðlauna, meðal annars fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal í flokki bestu leikstjórnarinnar og besta frumsamda handritsins. Kvikmyndin var tilnefnd til fjögurra Golden Globe-verðlauna og vann verðlaun sem besta myndin í flokki gamanmynda eða söngleikja.[3] Árið 2019 leikstýrði hún nýrri kvikmyndaútgáfu af Litlum konum, sem var einnig tilnefnd til margra Óskarsverðlauna og vann verðlaun fyrir bestu búningana.
Árið 2023 leikstýrði Gerwig kvikmyndinni Barbie, byggðri á samnefndri tískudúkku, sem hún hafði skrifað ásamt Baumbach. Myndin vakti mikla athygli og með henni varð Gerwig fyrsta kona sögunnar til að leikstýra kvikmynd sem hefur þénað meira en milljarð Bandaríkjadala á heimsvísu.[4] Kvikmyndin var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu leikstjórnina og besta handritið við veitingu Golden Globe-verðlaunanna árið 2024.[5]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að hafa unnið með honum í mörg ár opinberaði Gerwig árið 2018 að þau Noah Baumbach ættu í ástarsambandi. Þau giftu sig árið 2023 eftir tólf ára samband.[6] Í mars árið 2019 fæddist fyrsti sonur þeirra og annar sonur árið 2023.[7][8]
Kvikmynda- og sjónvarpsferill
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Sem leikstjóri
Ár | Titill | Leikstjóri | Handritshöfundur | Framleiðandi | Athugasemdir |
---|---|---|---|---|---|
2008 | Nights and Weekends | Já | Já | Já | Leikstýrt, skrifað og framleitt ásamt Joe Swanberg |
2017 | Lady Bird | Já | Já | Nei |
|
2019 | Litlar konur | Já | Já | Nei |
Tilnefnd — Óskarsverðlaunin fyrir besta handritið byggt á bók |
2023 | Barbie | Já | Já | Nei |
Sem leikkona
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
2008 | Baghead | Michelle | |
2008 | Nights and Weekends | Mattie | |
2009 | The House of the Devil | Megan | |
2010 | Greenberg | Florence Marr | |
2011 | No Strings Attached | Patrice | |
2011 | Damsels in Distress | Violet Wister | |
2011 | Arthur | Naomi Quinn | |
2012 | Lola Versus | Lola | |
2012 | To Rome with Love | Sally | |
2012 | Frances Ha | Frances Halladay | Einnig meðhöfundur |
2014 | Eden | Julia | |
2014 | The Humbling | Pegeen Mike Stapleford | |
2015 | Mistress America | Brooke Cardinas | Einnig meðleikstjóri og meðframleiðandi |
2015 | Maggie's Plan | Maggie Hardin | |
2016 | Wiener-Dog | Dawn Wiener | |
2016 | Jackie | Nancy Tuckerman | |
2016 | 20th Century Women | Abigail Porter | |
2017 | The Meyerowitz Stories | Victoria (rödd) | Ekki nefnd á kreditlista |
2018 | Isle of Dogs | Tracy Walker (rödd) |
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
2016 | The Mindy Project | Sarah Branum | 2 þættir |
2017 | Saturday Night Live | Ms. Reynolds | Þáttur: "Saoirse Ronan/U2" |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Greta Gerwig“. Svensk Filmdatabas. Svenska Filminstitutet. Sótt 26. desember 2014.
- ↑ Brooks, Xan (6. ágúst 2015). „Greta Gerwig: 'I don't need a man. I would have done all this anyway'“. The Guardian. Sótt 6. maí 2016.
- ↑ „Greta Gerwig Thanks 'Goddesses' Saoirse Ronan and Laurie Metcalf as 'Lady Bird' Wins Golden Globe“. PEOPLE.com (enska). Sótt 21. janúar 2018.
- ↑ Pamela McClintock (6. ágúst 2023). „Box Office: 'Barbie' Crosses $1B Globally, 'Meg 2' and 'Teenage Mutant Ninja Turtles' Add to Moviegoing Boom“. The Hollywood Reporter (bandarísk enska). Sótt 1. febrúar 2024.
- ↑ Brent Lang,Ethan Shanfeld; Brent Lang; Ethan Shanfeld (11. desember 2023). „Golden Globes 2024: Full Nominations List“. Variety (bandarísk enska). Sótt 1. febrúar 2024.
- ↑ „Greta Gerwig and Noah Baumbach Are Married After 12 Years of Dating“. Peoplemag (enska). Sótt 1. febrúar 2024.
- ↑ Janes, DeAnna (23. júlí 2019). „Greta Gerwig and Noah Baumbach Fell in Love While Making Movies Together“. Oprah Magazine (bandarísk enska). Sótt 6. desember 2019.
- ↑ Malle, Chloe. „Greta Gerwig on the Twin Adventures of Filmmaking and Motherhood“. Vogue (enska). Sótt 6. desember 2019.