Content-Length: 122685 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Kreppan_mikla

Kreppan mikla - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Kreppan mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mannfjöldi fyrir utan American Union Bank.

Kreppan mikla var heimskreppa í viðskiptum og efnahagslífi sem skall á haustið 1929. Hún hófst í Bandaríkjunum og er oftast miðað við að upptök hennar megi rekja til 29. október 1929, þegar verðbréf féllu niður úr öllu valdi. Sá dagur hefur verið nefndur svarti þriðjudagurinn. Margar þjóðir brugðust við með því að leggja á innflutningstolla til að vernda eigið atvinnulíf og auk þess var algengt að tekin væri upp jafnvirðisverslun milli landa. Það þýddi að ekki var leyft að flytja inn vörur nema jafnmikið væri keypt á móti af framleiðsluvörum heimamanna. Mikill viðsnúningur varð í hagkerfum flestra iðnvæddra landa þegar seinni heimsstyrjöldin skall á árið 1939 og ríkisstjórnir þeirra gripu inn í hagkerfi þeirra til þess að geta stýrt framleiðslu hergagna.

Þróuð lönd sem þróunarlönd liðu vegna kreppunnar. Alþjóðaviðskipti minnkuðu, tekjur einstaklinga drógust saman og þar með skatttekjur, verðlagning og hagnaður. Sér í lagi átti það við um borgir og svæði þar sem þungaiðnaður var aðalatvinnugrein. Uppbygging og hagvöxtur staðnaði nær alveg í fjölda landa. Landbúnaður dróst saman vegna þess að verðið sem fékkst fyrir uppskeruna lækkaði um 60-80%. Framboð dróst því saman og þau svæði þar sem lítið framboð var á annarri atvinnu áttu erfiðast uppdráttar. Þróunin varð mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum varð til hið blandaða hagkerfi eftir að Franklin Roosevelt forseti samþykkti tillögur breska hagfræðingsins John Maynard Keynes um opinberar framkvæmdir. Í Þýskalandi komst Adolf Hitler til valda, byggði upp mikinn herafla og hóf seinni heimsstyrjöldina.

Áhrif á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Í íslensku efnahagslífi varð kreppunnar vart ári eftir að hún skall á í Bandaríkjunum, en þá varð mikið verðfall á íslenskum útflutningsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk þess margháttuðum vandræðum. [1]

Atvinnuleysi jókst mikið og voru mörg hundruð Reykvíkingar atvinnulausir á veturna. Til að koma í veg fyrir vannæringu og hungur meðal hinna atvinnulausu settu söfnuðirnir í Reykjavík upp súpueldhús og gáfu þeim sem verst voru staddir mat.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga? Vísindavefurinn
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Kreppan_mikla

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy