Content-Length: 102872 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/La%C3%A2youne

Laâyoune - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Laâyoune

Hnit: 27°9′13″N 13°12′12″V / 27.15361°N 13.20333°V / 27.15361; -13.20333
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

27°9′13″N 13°12′12″V / 27.15361°N 13.20333°V / 27.15361; -13.20333

Plaza de la Marcha Verde

Laâyoune (magrebarabíska: لعيون, Laʕyūn ; spænska: El-Aaiún; berbíska: Leɛyun; arabíska: العيون al-ʿuyūn, bókst. „uppspretturnar“) er stærsta borg Vestur-Sahara. Hún er 27°9´ norðlægrar breiddar og 13°12´ austlægrar lengdnar. Spánverjar gerðu hana að höfuðborg Spænsku Sahara árið 1940. Hún er núverandi höfuðstaður héraðsins Laâyoune-Boujdour-Sakia El Hamra undir marokkóskri stjórn. Marokkó hefur farið með stjórn borgarinnar frá því að þeir hernámu svæðið árið 1976. Samtökin Polisario líta á borgina sem hernumda höfuðborg sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara. Íbúar eru tæplega 200 þúsund.

Áin Saguia el-Hamra skiptir borginni í tvennt. Í suðurhlutanum er gamli borgarhlutinn sem byggður var af Spánverjum á nýlendutímanum. Borgin er miðstöð fiskveiða og fosfornámuvinnslu á svæðinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/La%C3%A2youne

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy