Content-Length: 93910 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Landvinningar_Normanna_%C3%A1_Englandi

Landvinningar Normanna á Englandi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Landvinningar Normanna á Englandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustan við Hastings á Bayeux-reflinum

Landvinningar Normanna á Englandi hófust þann 28. september 1066 með innrás í England undir forystu Vilhjálms sigursæla. Hann vann sigur á Haraldi Guðinasyni í orrustunni við Hastings þann 14. október sama ár. Her Haralds var illa laskaður eftir sigur á her Haralds harðráða í orrustunni við Stafnfurðubryggju sem háð var á Norður-Englandi 25. september 1066. Það tók Vilhjálm sex ár að ná fullri stjórn á meginhluta Englands, en hann var mætti mótspyrnu allt þar til hann dó, 1087.

Sigur Normanna var vendipunktur í sögu Englands. Innlenda valdstéttin missti tök sín, en í staðinn innleiddi Vilhjálmur nýjan aðal og nýja prestastétt sem talaði frönsku. Þannig hófst nýtt tímabil í sögu Englands sem kallað er Normannaöldin. Það leiddi til mikilla breytinga í tungumáli og menningu Englendinga.

Landvinningar Normanna tengdu England nánar við meginland Evrópu, drógu úr áhrifum Skandinava og ýttu undir átök á milli Englendinga og Frakka í margar aldir á eftir. Auk þess höfðu þeir talsverð áhrif á önnur svæði á Bretlandseyjum, leiddu til frekari landvinninga í Wales og Írlandi, og normannskra áhrifa í Skotlandi.

  Þessi Englandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Landvinningar_Normanna_%C3%A1_Englandi

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy