Content-Length: 69943 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Pinkskip

Pinkskip - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Pinkskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinkskip við Scheveningen í Hollandi.

Pinkskip (úr hollensku: pincke, lítið flutningaskip) voru lítil (50 til 200 tonna) einmastra flatbotna flutningaskip með gaffalsegl eða þversegl og grannan skut sem voru algeng í Norðursjó frá 17. öld til 19. aldar. Skipin ristu mjög grunnt og voru því einkum notuð þar sem skjól var fyrir öldugangi, eins og á skipaskurðum, ám og vötnum, og þar sem þurfti að sigla skipinu upp á sandstrendur. Pinkskip voru fremur hraðskreið og meðfærileg skip sem gerði þau að hentugum farkosti þar sem annars voru erfiðar aðstæður til siglinga vegna grynninga, skerja eða kóralrifja.

Pinkskip urðu algeng á Miðjarðarhafinu (ítalska: pinco genovese) þar sem þau gátu borið allt að þrjú möstur með bæði þverseglum og latínseglum.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Pinkskip

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy