Fara í innihald

Öræfasveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morgunsól á Öræfajökli austan Skaftafells.

Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Sveitarfélaginu Hornafirði (Áður Austur-Skaftafellssýslu), milli Breiðamerkursands og Skeiðarársands, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.

Sveitin var lengst af mjög einangruð þar sem tvö stór vatnsföll tálmuðu ferðir bæði í austur og vestur. Þessi einangrun stóð þar til Jökulsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1967 og Skeiðarárbrúin opnaði 1974 og þar með Hringvegurinn.

Í Öræfum var þjóðgarður í Skaftafelli sem var stofnaður 1967. Síðar varð hann hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy