Pamplona (franska: Pampelune, baskneska: Iruña) er höfuðborg Navarra-sjálfstjórnarhéraðs á Spáni. Hún liggur í dal við fljótið Arga sem er þverá Ebró. Íbúar eru tæp 200.000 (2015.) Borgin er heimsþekkt fyrir San Fermín-hátíðina þar sem frægt nautahlaup er árlega frá 6-14. júlí.

Pamplona.
San Fermín-hátíðin.

Á 1. f.Kr. voru þar rómverskar herbúðir; Pompelo undir stjórn Pompeiusar herforingja. Á 5. öld náðu Vestgotar yfirráðum yfir svæðinu, á fyrri hluta 8. aldar, Arabar, á seinni hluta 8. aldar, Frankar (Karlamagnús). Konungsríkið Navarra var með aðsetur í borginni frá 905-1512 þar til Konungsríkið Kastilía tók við yfirráðum. Á 19. öld þróaðist málm- og vefnaðariðnaður í borginni.

Knattspyrnuliðið CA Osasuna hefur aðsetur í borginni.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Pamplona“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. mars 2018.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy