Quintus Fabius Pictor
Quintus Fabius Pictor (fæddur um 254 f.Kr.) var einn af fyrstu sagnariturum Rómaveldis. Hann var öldungaráðsmaður sem barðist gegn Göllum árið 225 f.Kr. og gegn Karþagómönnum í öðru púnverska stríðinu.
Pictor skrifaði á grísku. Rit hans voru meðal heimilda Pólýbíosar, Liviusar og Díonýsíosar frá Halikarnassos. Rit hans höfðu verið þýdd yfir á latínu á tímum Ciceros.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.