Öld er hundrað ára tímabil. Venjan er samkvæmt gregóríska tímatalinu að kalla tímabilið frá og með árinu 100*n+1 til og með ársins 100*n+100 (n+1)-tu öldina. Þannig var fyrsta öldin árin 1 til og með 100 og 20. öldin árin 1901 til og með 2000.

Tímatal á vesturlöndum notast yfirleitt við hið svokallaða Anno Domini kerfi, þar sem fæðingarár Krists er kallað 1. árið eftir Krist og eru þá árin talin eins og dagar mánaðarins. Árið þar á undan kallast árið 1 fyrir Krist. Þetta er skýringin á venjunni að ofan. Þetta þykir óheppilegt kerfi í sumum tilfellum í vísindum. Því notast vísindin stundum við svokallað stjörnufræðitímatal þar sem árið 0 kemur í stað ársins 1 f.Kr. og áfram er haldið með neikvæðum tölum aftur í fortíðina.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy