Amy Winehouse
Amy Jade Winehouse (14. september 1983 – 23. júlí 2011) var ensk söngkona og lagahöfundur. Hún var þekkt fyrir tónlistarstíl sinn sem var blanda af ryþmablús, sálartónlist og djassi, en varð síðar einnig umtöluð vegna fíkniefnanotkunar og hrakandi geðheilsu. Hún fannst látin í íbúð sinni í London en dánarorsök var áfengiseitrun.[1]
Amy Winehouse | |
---|---|
Fædd | Amy Jade Winehouse 14. september 1983 |
Dáin | 23. júlí 2011 (27 ára) Camden Town, London, England |
Dánarorsök | Áfengiseitrun |
Störf |
|
Ár virk | 2002–2011 |
Maki | Blake Fielder-Civil (g. 2007; sk. 2009) |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Útgefandi | |
Vefsíða | amywinehouse |
Fyrsta hljómplata hennar hét Frank og var gefin út árið 2003. Hljómplatan hlaut lof gagnrýnenda á Bretlandi og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Önnur hljómplata hennar var Back to Black, útgefin 2006. Platan var tilnefnd til sex Grammy-verðlauna en vann fimm sem var met fyrir söngkonu.[2] Amy var líka fyrsta söngkonan sem hefur unnið fimm Grammy-verðlaun (verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum). Auk þess hlaut hún Bresku tónlistarverðlaunin 14. febrúar 2007 sem besta breska söngkonan og fyrir bestu bresku breiðskífuna. Hún vann líka Ivor Novello-verðlaunin þrívegis, 2004, 2007 og 2010, fyrir lögin „Stronger Than Me“, „Rehab“ og „Love Is a Losing Game“. Hljómsplatan Back to Black var þriðja söluhæsta plata fyrsta áratugs 21. aldarinnar í Bretlandi.[3]
Amy má þakka vaxandi vinsældir söngkvenna og sálartónlistar, auk vaxandi áhuga á breskri tónlist. Einstakur stíll hennar gerði hana að gyðju tískuhönnuða eins og Karls Lagerfelds. Á seinni árum var æ oftar rætt um baráttu hennar við fíkniefni og áfengi í breskum dagblöðum. Hún átti í lagaþrætum við fyrrverandi eiginmann, Blake Fielder-Civil, sem sat um tíma í fangelsi. Frá árinu 2008 átti Amy við heilsufarsvandamál að stríða, sem ollu því að listamannsferill hennar var brokkgengur síðustu árin.[4]
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Frank (2003)
- Back to Black (2006)
- Lioness: Hidden Treasures (2011)
Heimildir
breyta- ↑ „Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni“. Sótt 23. júlí 2011.
- ↑ „Yes, America, Amy Winehouse Is a Star“. BBC Worldwide America. Sótt 12. febrúar 2008.
- ↑ „James Blunt records the biggest selling album of decade“, BBC News, 29. desember 2009.
- ↑ „Singer Winehouse 'has emphysema'.“, BBC, 23. júní 2008.