Arnór Tumason (1182 - 1221) goðorðsmaður á Víðimýri var skagfirskur höfðingi á 13. öld, sonur Tuma Kolbeinssonar í Ási og Þuríðar Gissurardóttur. Hann var leiðtogi Ásbirninga eftir að Kolbeinn bróðir hans féll í Víðinesbardaga 1208. Hann hélt áfram deilum við Guðmund biskup Arason og neyddist biskup til að flýja Hóla, var á hrakningi um landið næstu árin og hraktist síðan til Noregs þar sem hann var í nokkur ár. Hann kom aftur til Íslands 1218 en Arnór fór til Hóla, tók biskupinn höndum og hafði hann í haldi í heilt ár.

Arnór fór til Noregs haustið 1221 ásamt konu sinni, Ásdísi Sigmundardóttur, bróðurdóttur Sigurðar Ormssonar Svínfellings, og tveimur yngstu börnum þeirra, Kolbeini unga og Arnbjörgu, sem síðar giftist Órækju syni Snorra Sturlusonar. Eldri dætur þeirra voru Sigríður, kona Böðvars Þórðarsonar á Stað og móðir Þorgils skarða, og Herdís, kona Böðvars Þórðarsonar í Bæ. Arnór veiktist í Noregi og dó um jólin 1221.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy