Augustus FitzRoy, hertogi af Grafton

(Endurbeint frá Augustus FitzRoy)

Augustus Henry FitzRoy, þriðji hertoginn af Grafton, (28. september 1735 – 14. mars 1811), kallaður jarlinn af Euston frá 1747 til 1757, var breskur stjórnmálamaður úr röðum Vigga. Hann er einn af fáum hertogum sem hafa verið forsætisráðherra Bretlands.

Hertoginn af Grafton
Mynd af Grafton eftir Pompeo Batoni (1762).
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
14. október 1768 – 28. janúar 1770
ÞjóðhöfðingiGeorg 3.
ForveriWilliam Pitt eldri
EftirmaðurNorth lávarður
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. september 1735
Látinn14. mars 1811 (75 ára) Euston Hall, Suffolk
StjórnmálaflokkurViggar
MakiAnne Liddell (g. 1756; skildu 1769),
Elizabeth Wrottesley (g. 1769)
Börn12
Undirskrift

Grafton varð forsætisráðherra árið 1768 þegar hann var 33 ára. Hann fór fyrir stuðningsmönnum forvera síns, Williams Pitt eldri, og var yngsti forsætisráðherra Bretlands þar til William Pitt yngri tók við embættinu 15 árum síðar. Grafton var illa í stakk búinn til að vernda nýunna yfirburði breska heimsveldisins eftir sigur Breta í sjö ára stríðinu. Hann sætti harðri gagnrýni eftir að hann leyfði Frökkum að innlima Korsíku og sagði því af sér árið 1770.

Æviágrip

breyta

Augustus Henry FitzRoy gekk á breska þingið árið 1756 fyrir Boroughbridge-kjördæmi. Boroughbridge var „vasahverfi“ (pocket borough), kjördæmi þar sem kjósendur voru svo fáir að auðvelt var að hafa áhrif á eða kaupa atkvæðin. Nokkrum mánuðum síðar skipti FitzRoy um kjördæmi og gekk á þing fyrir Bury St. Edmunds-kjördæmi, sem var undir stjórn fjölskyldu hans. Ári síðar lést afi hans og FitzRoy erfði jarlsnafnbót og gekk þar með á lávarðadeild breska þingsins sem hertogi af Grafton.

Grafton vakti fyrst athygli í bresku stjórnmálalífi sem andstæðingur Bute lávarðar,[1] góðvinar Georgs 3. konungs. Grafton stóð með hertoganum af Newcastle gegn Bute lávarði. Forsætisráðherratíð Bute lávarðar varð stutt þar sem mörgum Bretum fannst hann ekki hafa knúið fram nógu hagstæða friðarskilmála eftir sigur Breta í sjö ára stríðinu.

Árið 1765 var Grafton útnefndur í breska leyndarráðið. Eftir viðræður við William Pitt eldri var hann svo útnefndur ríkisritari fyrir norðurdeildir Bretlands í fyrstu ríkisstjórn Rockingham lávarðar. Rockingham dró sig til hlés næsta ár og Grafton varð fyrsti lávarður fjárhirslunnar í ríkisstjórn Pitt.[2]

Veikindi Pitt leiddu til þess að Grafton tók smám saman við stjórntaumunum og varð forsætisráðherra árið 1768. Grafton neyddist til að segja af sér eftir að Frakkar hertóku og innlimuðu Korsíku árið 1770. Grafton var ekki hrifinn af því að Korsíka yrði frönsk en honum fannst Bretland ekki geta gert neitt til að koma í veg fyrir það.[3] Grafton gerðist síðar innsiglisstjóri í ríkisstjórn North lávarðar en hann sagði af sér árið 1775 þar sem hann, ólíkt North, vildi leita sætta við uppreisnarmenn í bresku Ameríku. Þegar Rockingham varð forsætisráðherra á ný árið 1782 varð Grafton innsiglisstjóri á ný.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. "Fitzroy, Augustus Henry". Dictionary of National Biography. London: Smith, Elder & Co. 1885–1900.
  2. 2,0 2,1 "Grafton, Dukes of s.v. Augustus Henry Fitzroy". Encyclopædia Britannica. 12 (11th ed.). Cambridge University Press. bls. 317.
  3. Simms, Brendan (2008), Three Victories and a Defeat: The Rise and Fall of the First British Empire, Penguin Books.


Fyrirrennari:
William Pitt eldri
Forsætisráðherra Bretlands
(14. október 176828. janúar 1770)
Eftirmaður:
North lávarður


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy