Bandaríkjaþing (enska: United States Congress) er löggjafarþing Bandaríkjanna. Þingið starfar í tveimur deildum, efri deildin nefnist öldungadeild en neðri fulltrúadeild. Í fulltrúadeildinni sitja 435 þingmenn (auk 6 fulltrúa sem ekki hafa atkvæðisrétt) sem kjörnir úr einmenningskjördæmum til tveggja ára í senn. Þingmenn fulltrúadeildar skiptast á milli fylkja í samræmi við íbúafjölda þeirra. Áheyrnafulltrúar koma frá höfuðborginni Washington D.C., Bandarísku Samóa, Bandarísku Jómfrúaeyjum, Gvam og Norður-Maríanaeyjum, auk eins fastafulltrúa frá Púertó Ríkó sem er kosinn til fjögurra ára. Í öldungadeildinni sitja 100 þingmenn eða tveir frá hverju fylki, þeir eru kjörnir til 6 ára í senn en kosið er á tveggja ára fresti um þriðjung sæta í deildinni.

Þinghús Bandaríkjaþings í Washington D.C.

Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hvílir allt löggjafarvald á alríkisstiginu hjá þinginu, það hefur þó aðeins forræði yfir þeim málaflokkum sem sérstaklega eru taldir upp í stjórnarskránni en allir aðrir málaflokkar eru á forræði fylkjanna. Á meðal málaflokka sem eru á forræði þingsins eru viðskipti milli fylkja og við erlend ríki, leggja á skatta (á alríkisstigi, fylki og sveitarfélög innheimta einnig skatta), alríkisdómstólar, varnarmál og stríðsyfirlýsingar.

Þinghúsið hefur verið skemmt í stríðinu 1812 þegar Bretar réðust á höfuðborgina og árið 2021 þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust þangað inn.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy