Borgarastríðið í Rúanda

Borgarastríðið í Rúanda var borgarastríð í Rúanda sem átti sér stað á milli Rúandahersins, stjórnarher landsins, og föðurlandsfylkingar Rúanda (RPF) frá 1. október 1990 til 18. júlí 1994. Stríðið hófst vegna langvarandi deilna milli Hútú- og Tútsahópa í Rúanda. Byltingin í Rúanda, sem átti sér stað á árunum 1959 til 1962, hafði komið lýðveldi undir stjórn Hútu í stað Tútsíkonungsríkisins og neytt meira en 336.000 Tútsímenn til að leita skjóls í nágrannalöndum. Hópur þessara flóttamanna í Úganda stofnaði RPF sem, undir stjórn Fred Rwigyema og Paul Kagame, varð að bardagaher seint á níunda áratugnum.

Stríðið hófst þann 1. október 1990 þegar RPF réðst inn í norðausturhluta Rúanda. Þeir urðu fyrir miklu áfalli þegar Fred Rwigyema var ráðinn af dögum næsta dag. Rúandaherinn, með aðstoð hermanna frá Frakklandi, náði yfirhöndinni og RPF var að mestu sigraður í lok október. RPF hóf skæruhernað, sem hélt áfram fram í 1992 án framgangs á vígvellinum. Fjöldi mótmæla neyddi Juvénal Habyarimana, forseta Rúanda, til að hefja friðarviðræður við RPF og innlenda stjórnarandstöðuflokka. Þrátt fyrir morð ríkisstjórnarinnar, hóps öfgamanna sem voru andvígir öllum samningum og nýrri sókn RPF í byrjun árs 1993, tókst að ljúka friðasamningaviðræðunum með undirritun Arusha-samkomulagsins í ágúst 1993.

Hútuherforinginn Juvénal Habyarimana varð forseti Rúanda eftir valdaránið árið 1973.

Í kjölfarið fylgdi órólegur friður þar sem skilmálar samninganna voru smám saman innleiddir. Hútúvaldshreyfingin fór að ná völdum og gerði áætlun um að reyna að útrýma Tútsíum. Þessi áætlun var hrint í framkvæmd í kjölfar morðsins á Habyarimana forseta 6. apríl 1994. Á aðeins 100 dögum voru á milli 500.000 og 1.000.000 tútsar drepnir í þjóðarmorðinu.

RPF hertóku landsvæði jafnt og þétt, umkringdu borgir og lokuðu fyrir birgðaleiðum. Um miðjan júní hafði RPF umkringt höfuðborgina Kígalí og 4. júlí náði RPF henni á sitt vald. Stríðinu lauk þann 18. júlí 1994 þegar föðurlandsfylkingu Rúanda tókst að taka yfir síðustu svæði undir stjórn ríkisstjórnarinnar og neyddi hana og þá sem höfðu framið glæpi gegn mannkyninu til að flýja til Saír.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy