Carl Spitteler (24. apríl 184529. desember 1924) var svissneskt ljóðskáld. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1919.

Carl Spitteler

Ævi og störf

breyta

Spitteler fæddist í Liestal í þýskumælandi hluta Sviss, sonur háttsetts embættismanns. Hann stundaði nám í lögfræði og guðfræði við Háskólann í Zürich og víðar. Að útskrift lokinni bauðst honum prestsembætti sem hann afþakkaði þar sem hugur hans stóð til þess að helga sig skáldskap. Hann sinnti kennslu og blaðamennsku auk þess að senda frá sér kröftug prósaljóð með vísunum í goðafræði. Meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum af skrifum hans var sálfræðingurinn Carl Jung.

Á árunum 1900 til 1905 orti Spitteler langan kvæðabálk, Ólympískt vor (þýska: Olympischer Frühling) sem tókst á við stórar spurningar um eðli og tilgang mannsins með flóknum skírskotunum til sögu og goðsagna. Nóbelsverðlaun hans árið 1919 voru sérstaklega rökstudd með vísun til kvæðabálksins.

Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar gagnrýndi Spittler þá landa sína sem vildu hallast á sveif með Þjóðverjum í stríðinu og mælti fyrir hlutleysisstefnu Svisslendinga. Hann lést árið 1924.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy