Frédéric Mistral eða Josèp Estève Frederic Mistral (8. september 183025. mars 1914) var ljóðskáld og orðabókahöfundur. Hann var franskur að þjóðerni en orti á oksítönsku, sem töluð er í Provence-héraðinu. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1904.

Frédéric Mistral

Ævi og störf

breyta

Mistral fæddist í smábænum Maillane í Suður-Frakklandi og voru foreldrar hans velstæðir landeigendur. Hann stundaði nám í lögfræði og hóf snemma að berjast fyrir sjáfstæði Provence-héraðs og vildi efla menningu og söguvitund héraðsbúa og ekki hvað síst standa vörð um oksítönsku, sem hann áleit eitt merkasta bókmenntamál álfunnar. Það var einkum fyrir þátt sinn í vernd tungumálsins að honum voru veitt Nóbelsverðlaunin árið 1904 ásamt spænska leikskáldinu José Echegaray. Sínum hluta verðlaunafjárins varði Mistral til stofnunar safns í Arles um menningu og sögu héraðsins, sem enn er talið það merkasta á sínu sviði.

Á árunum 1878-1886 tók Mistral saman verkið Lou Tresor dóu Félibrige, sem hefur að geyma ítarlegustu oksítönsku orðabókina sem til er. Ljóð Mistral eru flest tengd sögu og þjóðmenningu Provence-héraðs. Þau voru þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á frönsku af skáldinu sjálfu.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy