Gabbró er basískt djúpberg og tilheyrir storkubergi.

Steinn úr Gabbró

Lýsing

breyta

Það hefur sömu efnasamsetningu og basaltgler (sem oft ummyndast í móberg), blágrýti og grágrýti en kæling þess við myndun hefur verið hægari. Gabbró er grófkristallað vegna þess að það storknar djúpt í jörðinni og kristallarnir hafa nægan tíma til að vaxa.

Steindir

breyta

Helstu steindir í gabbrói eru blanda af kalsíum-og natríumfeldspati og frumsteindirnar eru dökkar nema feldspatið.

Útbreiðsla

breyta

Gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði er á útveggjum lágbyggingar og súlum hábyggingar húss Seðlabanka Íslands við Sölvhólsgötu. Nokkur fjöll á Íslandi eru úr gabbrói: Vestrahorn, Eystrahorn, Þorgeirshyrna og Kolgrafamúli á Snæfellsnesi. Finna má lagskipt gabbró í Múlarnesi yst á Kjalarnesi.

Heimildir

breyta
  • „Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?“. Vísindavefurinn.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Gabbro“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. febrúar 2006.
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  • Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy