Guðrún Indriðadóttir

Guðrún Indriðadóttir (3. júní 1882 - 19. febrúar 1968) var íslensk leikkona á fyrri hluta tuttugustu aldar. Guðrún var með helstu leikurum Leikfélags Reykjavíkur á upphafsárum félagsins og ein vinsælasta leikkona landsins við hlið Stefaníu Guðmundsdóttur. Guðrún lék fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélaginu 1899 í leikritinu Esmeralda eftir William Gillette, en helst er hennar þó minnst fyrir leik sinn í hlutverki Höllu í frumuppfærslu Leikfélagsins á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar árið 1911. Á ferli sínum lék Guðrún yfir 90 hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur.

Guðrún var dóttir Indriða Einarssonar, leikskálds og hagfræðings, og Mörtu Pétursdóttur Guðjohnsen.

Tenglar

breyta
  • Heiðbláin, grein eftir Lárus Sigurbjörnsson i Eimreiðinni 1942.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy