Han Kang (f. 27. nóvember 1970) er suður-kóreskur rithöfundur sem er þekktust fyrir skáldsöguna Grænmetisætuna, sem fjallar um geðröskun kóreskrar húsmóður og vanrækslu fjölskyldu hennar á henni. Árið 2016 varð ensk þýðing bókarinnar fyrsta kóreska bókin til að vinna alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin.

Han Kang
한강
Han Kang
Fædd: 27. nóvember 1970 (1970-11-27) (54 ára)
Gwangju, Suður-Kóreu
Starf/staða:Rithöfundur
Þjóðerni:Suður-kóresk
Þekktasta verk:Grænmetisætan (2007)
Undirskrift:
Heimasíða:www.han-kang.net

Árið 2024 vann Han Kang Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst Kóreumanna, fyrir „ákafan ljóðræn­an prósa sem tek­ur á sögu­leg­um áföll­um og af­hjúp­ar viðkvæmni mann­lífs­ins“.[1]

Han Kang er fædd árið 1970 í Gwangju og er dóttir rithöfundarins Han Seung-won.[2] Kang flutti með fjölskyldu sinni til Seúl þegar hún var níu ára. Hún hóf feril í bókmenntum árið 1994 þegar hún gaf út ljóð í tímaritinu Bókmenntum og samfélagi (문학과사회). Árið 1995 gaf hún út smásagnasafnið Ástin á Yeosu (여수의 사) og síðan nokkrar skáldsögur og smásögur.[3] Þekktasta bók Kang, Grænmetisætan, kom út árið 2007 en vakti þó ekki athygli fyrr en nokkru seinna.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Silja Björk Huldudóttir (10. október 2024). „Han Kang hlýtur Nóbelinn í bókmenntum“. mbl.is. Sótt 10. október 2024.
  2. „Han Kang fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum“. DV. 10. október 2024. Sótt 10. október 2024.
  3. Anna María Björnsdóttir (10. október 2024). „Han Kang hlýtur Nóbelsverðlaun bókmennta 2024“. RÚV. Sótt 10. október 2024.
  4. Magnús Guðmundsson (8. september 2017). „Mér finnst að manneskjur ættu að vera plöntur“. Vísir. Sótt 10. október 2024.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy