Jóhann Bessason (fæddur 28. júlí 1839 í Skógum, Fnjóskadal – látinn 19. júlí 1912 á Skarði) var bóndi og smiður á Skarði í Dalsmynni. Hann lærði smíðar hjá Tryggva Gunnarsyni (síðar þingmaður og bankastjóri). Jóhann byggði burstabæinn í Laufási við Eyjafjörð, og var aðalsmiður kirkjunnar þar en Tryggvi yfirsmiður [1]. Hann byggði einnig Flateyjarkirkju (sem var fyrst á Brettingsstöðum) [2], burstabæ á Látrum á Látraströnd og fleiri byggingar.

Jóhann Bessason, 1895. Myndin birtist í tímaritinu Óðni 1907, með þeim ummælum að Jóhann væri talinn líkastur Agli Skalla-Grímssyni af þálifandi Íslendingum.

Jóhann var þekktur á sinni tíð fyrir dugnað og hugvit, meðal annars í grenjavinnslu, áveitugerð, túnasléttun og við smíðar á tré og járni. Frægt varð þegar hann var við járnsmíðar vorið 1882, er hvítabjörn kom í gættina á smiðjunni en Jóhann rak hann burt með glóandi járn að vopni.

Jóhann var kvæntur Sigurlaugu Einarsdóttur, Bjarnasonar ráðsmanns í Laufási og gátu þau 13 börn. Afkomendur þeirra eru kallaðir Skarðsætt, og eiga jörðina ennþá, síðan 1869.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Laufás í Eyjafirði. Þjóðminjasafn.is, skoðað 8. maí 2020.
  2. Flateyjarkirkja á Skjálfanda Geymt 16 september 2019 í Wayback Machine Minjastofnun. Skoðað 8. maí 2020.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy