Körfuknattleikssamband Íslands

Körfuknattleikssamband Íslands (skammstafað KKÍ) var stofnað 29. janúar 1961. Í fyrstu stjórn KKÍ voru Bogi Þorsteinsson, sem var kjörinn formaður, Benedikt Jakobsson, Matthías Matthíasson, Magnús Björnsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ásgeir Guðmundsson og Helgi V. Jónsson. Bogi var formaður KKÍ í tæp níu ár samfleytt; frá stofnfundinum fram að aðalfundi 1. nóvember 1969, þegar hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Körfuknattleikssamband Íslands
Merki Körfuknattleikssambands Íslands
Fullt nafn Körfuknattleikssamband Íslands
Skammstöfun KKÍ
Stofnað 29. janúar 1961[1]
Stjórnarformaður Hannes Sigurbjörn Jónsson[2]
Iðkendafjöldi 2012 6.644[3]

Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Forseti stofnþingsins var Benedikt G. Waage, þáverandi forseti Íþróttasambands Íslands.

Fyrsti stjórnarfundur hins nýja sambands var haldinn 1. febrúar 1961 og var verkaskipting eftirfarandi: Bogi Þorsteinsson var formaður, Benedikt Jakobsson varaformaður, Matthías Matthíasson gjaldkeri, Kristinn V. Jóhannsson fundarritari og Magnús Björnsson bréfritari.

Það kostaði mikla baráttu að fá að stofna KKÍ, því sum sérsamböndin sem fyrir voru, til dæmis Handknattleikssambandið, beittu sér sérstaklega gegn því. Í viðtalið við Björn Leósson, árið 1993 segir Bogi Þorsteinsson að þar hafi menn strax verið hræddir við samkeppnina.

Fjórtán einstaklingar hafa gegn stöðu formanns KKÍ, og er Hannes Sigurbjörn Jónsson núverandi formaður sambandsins.

Aðalstyrktaraðili KKÍ er Domino´s og nefnast efstu deildir karla og kvenna eftir fyrirtækinu, Domino´s deild karla og Domino´s deild kvenna

Formenn KKÍ frá upphafi

breyta
Nafn Ár
Bogi Þorsteinsson 1961-1969
Hólmsteinn Sigurðsson 1969-1973
Einar Bollason 1973-1976
Páll Júlíusson 1976-1977
Sigurður Ingólfsson 1978-1979
Stefán Ingólfsson 1979-1980
Kristbjörn Albertsson 1980
Stefán Ingólfsson 1980-1981
Kristbjörn Albertsson 1981-1982
Helgi Ágústsson 1982-1983
Þórdís Anna Kristjánsdóttir 1983-1984
Eiríkur Ingólfsson 1984-1985
Björn Björgvinsson 1985-1988
Kolbeinn Pálsson 1988-1996
Ólafur Rafnsson 1996-2006
Hannes Sigurbjörn Jónsson 2006-

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Um KKÍ“. Sótt 18. október 2011.
  2. „Stjórn KKÍ“. Sótt 18. október 2011.
  3. „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 201“ (PDF). Sótt 17. apríl 2014.

Heimildir

breyta
   Þessi körfuknattleiksgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy