Kim Dae-jung

8. forseti Suður-Kóreu (1924-2009)

Kim Dae-jung (6. janúar 1924 – 18. ágúst 2009) var forseti Suður-Kóreu frá 1998 til 2003. Hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 2000 fyrir hina svokölluðu „Sólskinsstefnu“ sína í utanríkismálum gagnvart Norður-Kóreu sem vann að því að koma á sáttum milli ríkjanna tveggja. Sólskinsstefnan byggðist að nokkru leyti á „austurstefnuWilly Brandt, kanslara Vestur-Þýskalands, í samskiptum við Austur-Þýskaland. Kim er eini Kóreumaðurinn sem hefur unnið til Nóbelsverðlauna.

Kim Dae-jung
김대중
Forseti Suður-Kóreu
Í embætti
25. febrúar 1998 – 25. febrúar 2003
ForsætisráðherraKim Jong-pil
Park Tae-joon
Lee Han-dong
Chang Sang
Chang Dae-whan
Kim Suk-soo
ForveriKim Young-sam
EftirmaðurRoh Moo-hyun
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. janúar 1924
Hauido, japönsku Kóreu (nú Suður-Kóreu)
Látinn18. ágúst 2009 (85 ára) Seúl, Suður-Kóreu
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkur Kóreu
MakiCha Yong-ae (g. 1945; d. 1959); Lee Hui-ho (g. 1962)
TrúarbrögðKaþólskur
BörnKim So-hee, Kim Hong-il, Kim Hong-up, Kim Hong-gul
StarfStjórnmálamaður
VerðlaunFriðarverðlaun Nóbels
Undirskrift

Kim hafði lengi verið forystumaður stjórnarandstöðunnar og talsmaður fyrir lýðræðisumbótum í Suður-Kóreu. Hann byrjaði stjórnmálaferil sinn á sjötta áratugnum og var kjörinn á þing árið 1961. Hann komst þó ekki á þing fyrr en tveimur árum síðar því að þremur dögum eftir kosningarnar rændi Park Chung-hee völdum í Suður-Kóreu og tók sér einræðisvald. Kim vakti fyrst verulega athygli tíu árum síðar þegar hann sigraði Park nærri því í forsetakosningum þrátt fyrir að einræðisstjórnin beitti stórtæku kosningasvindli.[1]

Eftir að Park kom á herlögum flúði Kim til útlegðar í Japan. Árið 1973 slapp Kim naumlega með líf sitt þegar leyniþjónusta Parks reyndi að koma honum fyrir kattarnef. Kim sneri aftur til Suður-Kóreu eftir dauða Parks en var handtekinn og yfirgaf Suður-Kóreu á ný eftir að hafa afplánað tveggja og hálfs árs fangavist. Hann sneri endanlega heim árið 1985 og var kjörinn forseti árið 1997.

Kim hefur verið kallaður „Nelson Mandela Suður-Kóreu“.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Veitt fyrir sáttastarf á Kóreuskaga“. mbl.is. 14. október 2001. Sótt 5. janúar 2017.
  2. „Kim Dae-jung: Dedicated to reconciliation“ (enska). CNN. 14. júní 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2006. Sótt 5. janúar 2017.


Fyrirrennari:
Kim Young-sam
Forseti Suður-Kóreu
(25. febrúar 199825. febrúar 2003)
Eftirmaður:
Roh Moo-hyun


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy