Konungsríkið Kongó

Konungsríkið Kongó (kikongo Kongo dya Ntotila eða Wene wa Kongo, portúgalska Reino do Congo) var ríki í Vestur-Afríku þar sem nú eru Angóla, Kabinda, Vestur-Kongó og vesturhluti Austur-Kongó. Á hátindi sínum náði það frá Atlantshafi í vestri að Kvangófljóti í austri og frá Kongófljóti í norðri að Kvansafljóti í suðri. Konungar báru titilinn manikongo. Samkvæmt arfsögnum var ríkið stofnað af Lukeni lua Nimi sem gerði M'banza-Kongo að höfuðborg sinni um 1380. Portúgalir komust í kynni við Kongó árið 1483. Eftir það fóru kongóskir aðalsmenn til Portúgals til að mennta sig og tóku upp kaþólska trú. Kongó hagnaðist á þrælaverslun við Evrópumenn en þrælamarkaðir höfðu þá lengi verið til í ríkinu. Í byrjun 17. aldar kom til átaka við Portúgali og afríska bandamenn þeirra sem leiddi til stríðs sem Kongómenn unnu árið 1622. Eftir röð átaka tókst Portúgölum loks að sigra Kongó árið 1665 í orrustunni við Mbwila. Konungurinn, Anton 1. af Kongó, var hálshöggvinn. Í kjölfarið hófst borgarastyrjöld þar sem óvíst var hverjum bæri að taka við völdum. Borgarastyrjöldin stóð í 40 ár. Pétur 4. af Kongó sameinaði loks ríkið undir sinni stjórn árið 1709. Þegar Portúgalir bönnuðu þrælaverslun vegna þrýstings frá Bretum árið 1839 hófst mikið umrót í Kongó. Eftir nokkur átök sór Pétur 5. af Kongó Portúgal hollustueið árið 1857. Portúgalir reistu virki í M'banza-Kongo og komu þar fyrir setuliði. Þeir höfðu þó ekki bolmagn til að stjórna landinu. Á Berlínarráðstefnunni 1884-1885 kom Kongó í hlut Portúgala. Konungur Kongó ríkti þó enn sem lénsmaður Portúgalskonungs þar til uppreisn gegn nýlenduherrunum hófst og var barin niður árið 1914. Eftir það var konungstitillinn í Kongó lagður niður.

Kongó á korti eftir Gerhard Mercator
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy