Magnús Ólafsson (prestur í Bjarnanesi)

Magnús Ólafsson (174614. október 1834) fæddist í Haga á Barðaströnd. Foreldrar hans voru Ólafur Árnason sýslumaður (1707 – 1754) og kona hans, Halldóra Teitsdóttir (1718 – 1800). Magnús var útskrifaður úr Skálholtsskóla 1769. Hann var aðstoðarprestur í Reynisþingum í Mýrdal 1771 – 1773 en sóknarprestur í Berufirði í Suður-Múlasýslu 1773 – 1785 og í Bjarnanesi í Nesjum í Hornafirði 1785 – 1829. Á árunum 1801 – 1834 bjó hann ekki á prestsetrinu, heldur hjáleigunni Stapa.

Fyrri kona séra Magnúsar var Guðrún Bergsdóttir yngri (1746 – 1786). Af fimm börnum þeirra komust þrjú upp: Bergur, f. 1772, Ingibjörg, f. 1773, Ólafur, f. 1781. Seinni kona séra Magnúsar 1787 var Rannveig Jónsdóttir (1768 – 1845). Af 17 börnum þeirra komust ellefu upp: Jón, f. 1788, Páll, f. 1789, Mensalder Raben, f. 1790, Herdís, f. 1791, Guðrún, f. 1793, Bergur, f. 1797, Þóra, f. 1798, Sigurður, f. 1800, Þorleifur, f. 1802, Matthías, f. 1805, Guðbjörg, f. 1806. Seinni kona séra Magnúsar var bróðurdóttir fyrri konunnar. Fjölmenn ætt er frá prestinum og konum hans.

Í Þjóðskjalasafni eru prestsþjónustubók séra Magnúsar 1784 – 1816 og mörg skjöl með hendi hans.

Heimildir

breyta
  • Bjarni Bjarnason: „Nes”, Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu I, bls. 225 og 242, Reykjavík 1971.
  • Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga, bls. 881, Reykjavík 1953 – 1968.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár III, bls. 448-449, Reykjavík 1950.
  • Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útgáfa (Hannes Þorsteinsson jók við og Björn Magnússon gaf út), bls. 30, 38 og 50, Reykjavík 1949.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy