Valdimar atterdag eða Valdimar 4. (um 132024. október 1375) var konungur Danmerkur frá 1340 til dauðadags 1375. Hann var yngsti sonur Kristófers 2., sem dó 1332. Danmörk hafði verið án konungs í átta ár þegar Valdimar, sem hafði alist upp í Suður-Þýskalandi við hirð keisarans, var valinn til að vera konungur eftir að Geirharður greifi, sem haldið hafði Danmörku sem tryggingu vegna skulda, var myrtur árið 1340 af Niels Ebbesen 1340.

Skjaldarmerki Sveinsætt Konungur Danmerkur
Sveinsætt
Valdimar atterdag
Valdimar atterdag
Ríkisár 23. júní 1340 - 24. október 1375
SkírnarnafnValdimar
Kjörorðekkert
Fæddurum 1320
 ?
Dáinn24. október 1375
 Gurrehöll
GröfSórey
Konungsfjölskyldan
Faðir Kristófer 2.
Móðir Evfemía af Pommern
DrottningHelvig Eiríksdóttir
Börn 
  • Christoffer († 1363)
  • Margrethe († 1350)
  • Ingeborg († um 1370)
  • Catharine (†?)
  • Valdemar (†?)
  • Margrét

Ákveðið var að ríki Valdimars skyldi ná yfir nyrsta hluta Jótlands og suðurmörk þess vera um Limafjörð. Afganginn af Jótlandi fékk hann með því að greiða 35 þúsund mörk silfurs og samþykkt var að greifarnir gæfu síðar upp Kalø, Horsens, Kolding og Ribe. Stórar landareignir fékk hann síðan þegar hann giftist Heiðvigu dóttur Eiríks 2. hertoga af Slésvík.

Árið 1346 seldi Valdimar Eistland, sem hafði verið danskt frá 1219, til Þýsku riddaranna fyrir tíu þúsund mörk. Með lánum, harðri skattheimtu og pólitík náði hann að leysa út Sjáland. 1357 tókst Valdimar að vinna úrslitasigur á þýsku greifunum við Broberg á Fjóni og 1360 lagði hann Skán undir sig. Skánarmarkaðurinn með síld gaf honum miklar tekjur. Hann réði aðeins fjórðungi af Jótlandi þegar hann settist á konungsstól en tuttugu árum seinna hafði hann náð því öllu og eyjunum og Skáni að auki á sitt vald. Svarti dauði gekk um Danmörku á þessu tímabili en manndauðinn í Danmörku mun þó ekki hafa verið alveg jafnmikill og í Noregi.

Árið 1361 lagði Valdimar Gotland undir sig eftir blóðugar orrustur, en lenti þá gegn Hansasambandinu og fékk sendar 77 stríðsyfirlýsingar frá Hansaborgunum. Hansasambandið reyndist Valdimar ofjarl og hann beið nokkra ósigra og missti í þeim eina eftirlifandi son sinn, Kristófer. 1368 neyddist hann síðan til að flýja frá Danmörku og eyða ári í útlegð við hirð keisarans en notaði raunar tækifærið og fór í pílagrímsferð til Jerúsalem. 24. maí 1370 þurftu Danir að undirrita friðarsamkomulag í Stralsund og meðal annars láta Hansasambandinu eftir Skánarmarkaðinn í fimmtán ár og réttinn til að velja eftirmann Valdimars.

Árið 1371 sneri svo Valdimar aftur til Danmerkur. Hann dó haustið 1375, þegar hann var í þann veginn að koma á dönskum yfirráðum í Slésvík að nýju, og hlaut hinstu hvílu í klausturkirkjunni í Sórey.

Kona Valdimars (g. 1340) var Heiðveig, dóttir Eiríks hertoga af Slésvík og systir Valdimars 3., sem var Danakonungur 1326-1330 og síðar hertogi af Slésvík. Þau áttu sex börn, þrjú dóu í bernsku, sonurinn Kristófer féll í bardaga við Hansakaupmenn tæplega tvítugur, Ingibjörg giftist Hinrik af Mecklenburg og var amma Eiríks af Pommern en dó 23 ára, og yngst var Margrét, sem var eina barnið sem lifði föður sinn. Hún var gift Hákoni 6. Noregskonungi og átti einn son, Ólaf, sem hún fékk föður sinn til að útnefna ríkiserfingja þótt hann hefði áður verið búinn að útnefna Albrecht son Ingibjargar. Ólafur var einnig ríkisarfi Noregs og Svíþjóðar. Hann varð Danakonungur fimm ára að aldri, þegar afi hans dó, en móðir hans stýrði ríkinu.

Eftirmæli

breyta

Uppruni viðurnefnis Valdimars er umdeildur. Merkingin kann að vera bókstafleg, „aftur dagur“ og vísa til þess að þegar hann hóf að stækka ríkið og hefja Danmörku aftur til vegs og virðingar hafi mönnum þótt sem dagaði á ný, en einnig hefur það verið skýrt sem afbökun úr lágþýsku, „Ter Tage“, og merkir þá „þvílíkir dagar“. Í Danmörku fékk hann líka viðurnefnið „hinn illi“ vegna skattheimtunnar, en hans er fyrst og fremst minnst sem konungsins sem sameinaði Danmörku í eitt ríki. Því afreki hans var mjög haldið á lofti á 19. öld, þegar Danir tókust á við Þjóðverja um yfirráð í Slésvík og Holtsetalandi.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Kristófer 2.
Konungur Danmerkur
(1340 – 1375)
Eftirmaður:
Ólafur 2.


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy