Verner von Heidenstam

Carl Gustaf Verner von Heidenstam (6. júlí 185920. maí 1940)[1] var sænskt skáld og rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1916.[2]

Mynd af Verner von Heidenstram eftir Johan Krouthén.

Ævi og störf

breyta

Heidenstam fæddist í bænum Olshammar í Örebroléni inn í fjölskyldu af aðalsættum.[3] Hann hóf myndlistarnám við listaakademíuna í Stokkhólmi en hvarf frá því vegna vanheilsu. Þess í stað sneri hann sér að heimhornaflakki víða um veröldina. Fyrsta ljóðabók hans, Vallfart och vandringsår, var innblásin af þessum ferðalögum.

Skáldið sótti yrkisefni sitt talsvert í sænska sögu og má þar nefna langan ljóðabálk hans um Karl 12. Svíakonung og hermenn hans. Dálæti Heidenstams og ýmissa annarra skálda á Karli 12. varð árið 1910 kveikjan að einhverjum harðvítugustu deilum í sögu sænskra bókmennta. Deilur þessar, sem kallaðar voru Strindbergsfejden, spruttu af harðorðri blaðagrein þar sem August Strindberg gagnrýndi dýrkunina á herkonungnum. Fljótlega fóru deilurnar að snúast um stöðu sænskrar ljóðlistar þar sem þeir Strindberg og Heidenstam leiddu hvor sína fylkinguna, en Strindberg hafði lengi átt í útistöðum við Heidenstam og sænsku akademíuna.

Árið 1916 hlaut Heidenstam bókmenntaverðlaun Nóbels. Ýmis kvæða hans hafa verið þýdd á íslensku, meðal annars af Magnúsi Ásgeirssyni.

Tilvísanir

breyta
  1. Text —; november 2010, reas Nyblom 23 (23. nóvember 2010). „Superkändisen Heidenstam“. Popularhistoria.se (sænska). Sótt 10. október 2021.
  2. „Verner von Heidenstam - Uppslagsverk - NE.se“. www.ne.se. Sótt 10. október 2021.
  3. „Von Heidenstam nr 2025 - Adelsvapen-Wiki“. www.adelsvapen.com. Sótt 10. október 2021.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy