Yasunari Kawabata (11. júní 189916. apríl 1972) var japanskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1968.

Yasunari Kawabata (1938)

Ævi og störf

breyta

Kawabata fæddist í Osaka, missti foreldra sína á unga aldri og ólst því upp hjá afa sínum og ömmu, sem einnig féllu frá áður en hann komst af unglingsaldri, auk þess sem eina systir hans dó þegar hann var ellefu ára. Kawabata taldi síðar að fjölskyldumissirinn hefði öðru fremur mótað sig sem rithöfnd. Eftir þessi áföll fluttist pilturinn til móðurfjölskyldu sinnar. Hann stundaði háskólanám í Tókýó og varð á þeim árum fyrir talsverðum áhrifum frá verkum Rabindranath Tagore, indverska Nóbelskáldsins.

Eftir útskrift sinnti Kawabata jöfnum höndum ritstörfum og blaðamennsku. Hann hlaut snemma athygli fyrir smásögur sínar og var orðinn þekkt nafn í japönskum bókmenntum vel fyrir þrítugt. Skáldsögur hans nutu þó mestra vinsælda. Snælandið (japanska: Yukiguni) sem birtist sem framhaldssaga á árunum 1935-37 er líklega kunnust þeirra, en auk hennar voru bækurnar Þúsund trönur (japanska: Senbadzuru) og Gamla höfuðborgin (japanska: Koto) nefndar sérstaklega í rökstuðningi sænsku Nóbelsnefndarinnar þegar hann fékk bókmenntaverðlaunin árið 1968.

Kawabata lést úr gaseitrun árið 1972 við dularfullar kringumstæður. Deilt er um hvort um slys hafi verið að ræða eða sjálfsmorð.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy