Fara í innihald

Samtenging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aðaltengingu)

Samtenging (skammstafað sem st.) er óbeygjanlegt smáorð[1] sem tengir saman einstök orð, orðasambönd (t.d. hnífur og skeið, þetta er hnífur en hitt er skeið) eða setningar.[1] Samtengingar eru ýmist eitt orð (einyrtar samtengingar) eða fleiri (fleiryrtar eða fleygaðar samtengingar) t.d. og - eða, svo - að, af því að, hvorki - né o.s.frv.

Dæmi um einyrtar samtengingar eru t.d.:

  • Hann er hávaxinn og klár.
  • Við getum fengið pizzu eða pasta.

Og dæmi um fleiryrtar samtengingar eru:

  • Þetta er hvorki skemmtilegt fróðlegt.
  • Ef þér fannst þetta skemmtilegt þá getum við farið aftur.
  • Við getum annaðhvort farið í sund eða í keilu.

Samtengingar skiptast í tvo aðalflokka eftir setningarhlutverkum, aðaltengingar og aukatengingar.

Aðaltengingar

[breyta | breyta frumkóða]

Aðaltengingar tengja saman einstök orð eða setningarliði, tvær hliðstæðar aðalsetningar eða tvær eða fleiri aukasetningar. Aðaltengingar annaðhvort tengja saman tvær aðalsetningar (aðalsetning + aðaltenging + aðalsetning) eða tengja saman samhliða aukasetningar (aðalsetning + aukatenging + aukasetning + aðaltenging + aukasetning). Aðaltengingar geta einnig tengt saman liði innan setningar:

  • Formið „aðalsetning + aðaltenging + aðalsetning“:
    Ég hélt þessu fram (aðals.) enda (aðalt.) er þetta rétt. (aðals.)
    Ég sagði þetta (aðals.) enda (aðalt.) er ég málglaður. (aðals.)
    Allir sátu (aðals.) og (aðalt.) hlustuðu á útvarpið. (aðals.)
  • Formið „aðalsetning + aukatenging + aukasetning + aðaltenging + aukasetning“:
    Ég sá (aðals.) (aukat.) hún reiddist (aukas.) og (aðalt.) að hún sagði ekki orð. (aukas.)
  • Lára keypti húsið og Palli gerði við þakið á því.
  • Ertu slæmur í bakinu eða gengurðu bara svona undarlega?
  • Þetta er bragðgott enda er þetta íslenskt sveitaskyr.
  • Jökull spilar ekki á fiðlu heldur spilar hann á píanó.

Aukatengingar

[breyta | breyta frumkóða]

Aukatengingar eru margir flokkar samtenginga sem standa fremst í aukasetningu eins og í setningunni ‚hún sagði hún hefði misst af bílnum‘. Aukatengingar eru notaðar til að tengja aukasetningar við aðrar setningar. Þær standa alltaf fremst í setningu.[2]

Mörg orð geta eftir stöðu sinni og merkingu tilheyrt samtengingum eða öðrum orðflokkum. Til dæmis eru orðin þegar, og, síðan ýmist samtengingar eða atviksorð; þegar er atviksorð þegar það merkir undireins, strax en annars samtenging; og er atviksorð þegar það merkir líka, einnig en annars samtenging; síðan er samtenging þegar hægt er að setja eftir að í þess stað (t.d. margt hefur gerst síðan við hittumst) enn annars er það atvikorð og má þá setja eftir það í stað þess (t.d. ég hef ekki séð hann síðan).

Aukatengingar skiptast í tvo flokka: falltengingar og atvikstengingar og fer skiptingin eftir því hvort þær séu notaðar til að tengja fallsetningar eða atvikssetningar saman.

Falltengingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Skýringartenging
    Dæmi: Hann sagði ég væri asni.
  • Spurnartenging
    hvort‘, ‚hvort...eða‘, ‚hvort...heldur
    Dæmi: Amma spurði hvort ég vildi kleinu.
    Dæmi: Sigga vissi ekki hvort hún ætti að syngja þjóðsönginn eða vögguvísuna.

Atvikstengingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tíðartenging
    þegar, áður en, (á) meðan, eftir að, er, sem, frá því að, frá því er, fyrr en, jafnskjótt og, jafnskjótt sem, óðar en, síðan, undireins og, strax og, um leið og, þangað til að, þar til er, þá er, til þess er, þar til að, uns
    Dæmi: Þær hlógu þegar við duttum.
    Dæmi: Ég hef verið hér síðan ég man eftir mér.
  • Skilyrðistenging
    ef, nema, svo framarlega sem
    Dæmi: Þú fellur á prófinu ef þú nennir ekki að læra.
    Þú verður ekki ríkur nema þú sért duglegur.
  • Orsakartenging (hafa allar nákvæmlega sömu merkingu)
    af því að, því að, þar eð, þar sem, fyrir því að, með því að, úr því að, sökum þess að, sakir þess að, vegna þess að, fyrst
    Dæmi: Ég sagði þér þetta úr því að þú spurðir.
    Dæmi: Ég sagði þér þetta af því að þú spurðir.
    Dæmi: Ég sagði þér þetta vegna þess að þú spurðir.
    Dæmi: Ég sagði þér þetta fyrst þú spurðir.
  • Afleiðingartenging
    svo að (í merkingunni ‚svo að því leiðir að...‘), að
    Dæmi: Veðrið var slæmt svo að hún komst ekki.
    Dæmi: Veðrið var svo slæmt hún komst ekki.
  • Viðurkenningartenging
    þó að, þótt, enda þótt, jafnvel þótt, þrátt fyrir (það) að
    Dæmi: Ég kaupi hestinn þó að hann sé haltur.
    Dæmi: Ég kaupi hestinn þótt hann sé haltur.
  • Tilgangstenging
    til þess að, til að, svo að, í merkingunni 'í þeim tilgangi að'
    Dæmi: Færðu þig til þess að ég sjái sjónvarpið.
    Dæmi: Færðu þig til ég sjái sjónvarpið.
    Dæmi: Færðu þig svo að ég sjái sjónvarpið.
  • Samanburðartenging
    eins og, sem, svo sem, heldur en, og, en, því - (sem) - því, því - (sem) - þeim mun
  • Tilvísunartenging
    sem, þar sem, þar er, þangað sem, þangað er, þaðan sem, þaðan er, hvert sem, hvert er, hvar sem, hvaðan sem, hvaðan er, hvernig sem, hvenær sem (einnig flestar samsettar tengingar með tilvísunarfornöfnunumsem‘ og ‚er‘; sem eru að sumra mati eiginlega tengiorð).
    Dæmi: Þetta er maðurinn sem ég kynntist í Danmörku.
    Dæmi: Hann reyndi að selja málverkin hvar sem hann kom.

Setningafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Tengiliður (skammstafað sem tl.) er hugtak í setningarfræði. Tengiliður er sérhver samtenging.

Aukatenging og það sem henni fylgir er stundum nefnd tengiliður.

Orðið tengiliður er stundum einnig notað um hvers konar samtengingar þegar greint er í setningarliði (setningarhluta)

  • Jón og Gunna voru úti á túni þegar það byrjaði að rigna.
  • Flestir lásu og unnu verkefnin enda gekk þeim vel.
  • Einhver spurði hvort þú værir heima.
  • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
  • Björn Guðfinnsson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy