Fara í innihald

C++

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
C++
Hannað afBjarne Stroustrup
Kom fyrst út1985; fyrir 39 árum (1985)
Skráarending.C, .cc, .cpp, .cxx, .c++, .h, .H, .hh, .hpp, .hxx, .h++
Vefsíðaisocpp.org

C++ (enska: „C Plus Plus“, ˌsiːˌplʌsˈplʌs, en á íslenskuC plús plús“ sagt „sé plús plús“) er forritunarmál búið til af danska tölvunarfræðingnum Bjarne Stroustrup, sem viðauki with C forritunarmálið, þá nefnt „C with classes“ (ísl. C með klösum). Forritunarmálið hefur þróast umtalsvert í tímanns rás, og nútíma C++ er hefur hlutbundna (e. object-oriented), „generic“, og „functional“ eiginleika. Margir aðilar bjóða upp á C++ þýðendur, meðal annars Free Software Foundation, LLVM, Microsoft, Intel, Oracle og IBM, og þeir eru til fyrir mörg stýrikerfi (öll algengustu). Frá 1990 hefur C++ verið eitt af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Það er t.d. notað, beint eða óbent, til að búa til flesta tölvuleiki (eða hið minnsta flest vinsæl „game engine“, sem flestir leikir er svo búnir til með; líklega nota flestir leikjaforritarar ekki C++ nema óbeint, frekar önnur mál, og það á líka við um marga aðra forritara).

C++ er staðlað mál af ISO, og nýjasti staðallinn frá í desember 2020 er ISO/IEC 14882:2020 (óformlega kallað C++20). C++ var fyrst staðlað 1998 sem ISO/IEC 14882:1998, síðan endurbætt með C++03, C++11, C++14 og C++17. Núverandi C++ staðall bætir við ýmsum eiginleikum, t.d. module-kerfi (mörg önnur forritunarmál hafa haft samsvarandi kerfi mun lengur) og stækkað forritasafn sem fylgir með (e. standard library). Fyrir upphaflegu stöðlunina frá 1998, var C++ þróað af Bjarne hjá Bell Labs síðan 1979 sem viðbót við C málið; hann vildi hagkvæmt og þjált mál svipað C sem hefði líka æðri (e. higher-level) eiginleika fyrir uppbyggingu forrita (e. program organization). Síðan 2012 hefur ný útgáfa komið út á þriggja ára fresti og næsta útgáfa C++23, sem er nánast tilbúin, er væntanleg 2023 (og sumir þýðendur styðja nú þegar að hluta).

#include <iostream>
int main()
{
    std::cout << "Hello, world!\n";
}
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy