Fara í innihald

Hindí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hindí
हिन्दी
Málsvæði Indland
Heimshluti Suður-Asía
Fjöldi málhafa Óvíst; 322 milljónir hindí-úrdú-mælenda nefndu hindí sem sitt mál árið 2011.
Ætt Indóevrópskt
 Indóíranskt
  Indóarískt
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Indland.
Tungumálakóðar
ISO 639-1 hi
ISO 639-2 hin
SIL hin
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Hindí er indóarískt tungumál talað á norður- og mið-Indlandi og er staðlað málsnið af hindí-úrdú. Hindí er ríkismál á Indlandi ásamt ensku. Af mállýskum má nefna hindústaní, kraj, kanújí, búndelí, bangarú, avadí, baqelí og sjatisqarbí. Hindí er það tungumál á Indlandi sem flestir eiga að móðurmáli. Stjórnlagaráð Indlands samþykkti 14. september 1949 að hindí í Devanagarí-ritkerfinu skyldi vera opinbert tungumál lýðveldisins Indlands.

Málfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Nafnorð hafa þrjú föll: nefnifall, andlagsfall og ávarpsfall, og tvö kyn, karlkyn og kvenkyn. Engan tiltekinn greini er að finna í málinu. Enga kyngreiningu er að finna í persónufornöfnum þriðju persónu. Sagnorð kynbeygjast, persónubeygjast og tölubeygjast. Lýsingarorð beygjast í tölu, kyni og falli en þó er nokkur hluti lýsingarorða sem tekur engum beygingum.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy