Fara í innihald

LF-routes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá LF-route)
Skilti við leið 8 milli Ommen og Winterswijk.

LF-routes eða Landelijke Fietsroutes/Lange-afstand Fietsroute eru landsnet hjólaleiða í Hollandi og í Flandri í Belgíu sem deilir 7 fyrstu leiðunum. Leiðirnar eru 29 talsins og ná yfir um það bil 6.000 kílómetra. Langar hjólaleiðir sem tengdu saman farfuglaheimili höfðu verið þróaðar í Belgíu á 7. áratugnum og í Hollandi á 8. áratugnum. Hugmyndin um landsnet hjólaleiða kom fram hjá Hollenska ferðafélaginu árið 1983. Fyrsta LF-leiðin var tekin í notkun árið 1989. Það var LF1, Norðursjávarleiðin, sem liggur frá Den Helder til Boulogne-sur-Mer, 280 km leið.

Leiðirnar eru merktar með hvítu skilti með grænum jaðri, mynd af hjóli og númeri leiðarinnar með 'LF' fyrir framan. Frá 2007 hafa leiðirnar verið merktar með a eða b eftir því í hvora áttina farið er. Þannig er leiðin frá Den Helder til Boulogne-sur-Mer merkt með LF1a en LF1b í hina áttina.

Leiðirnar LF1 og LF10 eru hluti af EuroVelo-leið 12, Norðursjávarleiðinni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy