Fara í innihald

Miðnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rosmhvalanes)
Horft yfir Keflavíkurflugvöll í átt að Garðskaga.

Miðnes, áður kallað Rosmhvalanes, er nafn á nesi sem gengur norður úr Reykjanesi vestanverðu, milli Ytri-Njarðvíkur og Kirkjuvogs. Garðskagi er nyrsti oddi Miðness. Í forníslensku voru rostungar nefndir rosmhvalir en við þá var nesið kennt. Þeir sem voru ættaðir frá Rosmhvalanesi eða bjuggu þar voru nefndir Rosmhvelingar. Keflavík, Garður og Sandgerði eru á nesinu, einnig Keflavíkurflugvöllur.

Árið 1951 gerðu Íslendingar verndarsamning við Bandaríkin sem fól í sér aðsetu bandaríska hersins á Íslandi. Á Miðnesi við Keflavík reis Keflavíkurstöðin, um 5000 manna byggð þar sem flestir hermennirnir komu sér fyrir, eins konar bandarískt þorp á Íslandi.

Ingólfur Arnarson gaf/seldi Steinunni gömlu Miðnes. Eða eins og segir í Landnámu:

Steinun hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Islands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta ok vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum.

Í Egils sögu segir einnig lítillega frá Miðnesi:

Ketill gufa kom til Íslands, þá er land var mjög byggt; hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi; hann hafði með sér þræla marga írska. Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma; réðst Ketill því þaðan í brott og inn á Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa. Síðan fór hann inn í Borgarfjörð og sat þar hinn þriðja vetur, er síðan er kallað að Gufuskálum, en áin Gufuá, er þar fellur í ofan, er hann hafði skip sitt í um veturinn.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy