Fara í innihald

Tækniháskóli München

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tækniháskóli München
Merki skólans
Stofnaður: 1868
Gerð: Ríkisháskóli
Rektor: Thomas Hofmann
Nemendafjöldi: 21.500 (2006)
Staðsetning: München, Þýskaland
Vefsíða

Tækniháskólinn í München (Technische Universität München, TUM, TU München) er eini tækniháskólinnn í Bæjaralandi. Hann er einn af stærstu tækniháskólunum í Þýskalandi og telst til virtustu háskóla Þýskalands. TUM var stofnaður 1868 fyrir tilskipan Lúðvíks II. þáverandi konungs Bæjaralands.

Aðalbygging TUM er í miðborg München, en þó nokkrar deildir skólans eru staðsettar í Garching (í útjaðri borgarinnar) og Freising (einnig í útjaðri borgarinnar).

München

  • Arkitekt (Architektur)
  • Byggingarverkfræði- og mælifræðideild (Bauingenieur- und Vermessungswesen)
  • Rafmagnsverkfræði- og upplýsingafræðideild (Elektrotechnik und Informationstechnik)
  • Viðskipta- og hagfræðideild (Wirtschaftswissenschaften)
  • Læknisfræði (Medizin)
  • Íþróttafræði (Sportwissenschaft)

Garching

  • Efnafræðideild (Chemie)
  • Tölvunarfræðideild (Informatik)
  • Stærðfræðideild (Mathematik)
  • Vélaverkfræðideild (Maschinenwesen)
  • Eðlisfræðideild (Physik)

Freising (Weihenstephan)

  • Næringarfræði-, Landnýtingar- og Umhverfisdeild (Ernährung, Landnutzung und Umwelt)

Samanburður við aðra háskóla

[breyta | breyta frumkóða]

Innan Þýskalands

Árið 2007 var Tækniháskólinn í München talinn virtasti háskóli Þýskalands samkvæmt hinni árlegu FOCUS könnun [1].

Á heimsvísu

Samkvæmt Shanghai Jiao Tong Annual League-Ranking er Tækniháskólinn í München[2]:

Ár Röð Á meðal þýskra háskóla
2004 45. 1.
2005 52. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)
2006 54. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)
2007 56. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)

Skólagjöld

[breyta | breyta frumkóða]

Frá og með sumarönninni 2007 hafa skólagjöld við Tækniháskólann í München verið 592 evrur á önn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. FOCUS-Ranking þýskra háskóla
  2. „Shanghai-Ranking 2007“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2007. Sótt 18. nóvember 2007.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy