Content-Length: 109349 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93lymp%C3%ADugreinar

Ólympíugreinar - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Ólympíugreinar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krulla varð ólympíugrein á vetrarleikunum í Nagano 1998.

Ólymíugreinar eru íþróttir sem keppt er í á Sumarólympíuleikunum og Vetrarólympíuleikunum. Á Sumarólympíuleikunum 2016 var keppt í 28 íþróttum, og áætlað er að fimm greinar bætist við fyrir Sumarólympíuleikana 2020. Á Vetrarólympíuleikunum 2018 var keppt í 7 greinum. Fjöldi og samsetning greina breytist lítilsháttar milli leika. Hver íþróttagrein heyrir undir alþjóðlegt sérsamband. Alþjóðaólympíunefndin flokkar greinarnar í íþróttagreinar, sérgreinar og viðburði. Samkvæmt því er hægt að skipta hverri íþrótt á Ólympíuleikunum í nokkrar sérgreinar. Þannig eru til dæmis sund og sundknattleikur sérgreinar sundíþróttarinnar, og listdans á skautum og skautahlaup eru sérgreinar skautaíþróttarinnar (bæði innan Alþjóðaskautasambandsins). Sérgreinar skiptast svo í nokkra viðburði eða keppnir þar sem veitt eru verðlaun. Til að íþróttagrein hljóti náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar þarf hún að vera ástunduð víða um heim. Vinsældir tiltekinnar greinar eru metnar eftir því í hversu mörgum löndum hún er stunduð. Kröfur nefndarinnar endurspegla líka þátttöku í leikunum, þannig að gerðar eru meiri kröfur til karlagreina (þar sem karlkeppendur eru í meirihluta), og meiri kröfur til greina á sumarleikunum (þar sem fleiri lönd taka þátt í þeim).

Nokkrar greinar hafa fallið út úr dagskrá Ólympíuleikanna, eins og póló og reiptog. Yfirleitt hefur það verið vegna áhugaleysis eða vegna þess að ekkert alþjóðlegt sérsamband er yfir greininni. Sumar íþróttagreinar hafa horfið tímabundið af dagskránni en fengið aftur inni síðar, eins og bogfimi sem kom aftur 1972, og tennis sem kom aftur 1988. Sýningargreinar eru íþróttagreinar sem ekki eru formlega hluti af leikunum en eru hafðar með til að vekja athygli, til dæmis á staðbundnum íþróttagreinum þess lands sem hýsir leikana, eða til að sækjast eftir þátttöku í formlegu dagskránni síðar. Þannig voru til dæmis krulla og hafnabolti gerð að ólympíugreinum eftir að hafa verið sýningargreinar. Á leikunum í Tókýó 2021 verða nýjar greinar hjólabretti og karate sem taka þátt í fyrsta sinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93lymp%C3%ADugreinar

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy