Content-Length: 59378 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%96r%C3%A6fasveit

Öræfasveit - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Öræfasveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morgunsól á Öræfajökli austan Skaftafells.

Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Sveitarfélaginu Hornafirði (Áður Austur-Skaftafellssýslu), milli Breiðamerkursands og Skeiðarársands, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.

Sveitin var lengst af mjög einangruð þar sem tvö stór vatnsföll tálmuðu ferðir bæði í austur og vestur. Þessi einangrun stóð þar til Jökulsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1967 og Skeiðarárbrúin opnaði 1974 og þar með Hringvegurinn.

Í Öræfum var þjóðgarður í Skaftafelli sem var stofnaður 1967. Síðar varð hann hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%96r%C3%A6fasveit

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy