1865
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1865 (MDCCCLXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 8. maí - Hilmar Finsen var gerður að stiftamtmanni Íslands.
- Kirkja var byggð á Laufási við Eyjafjörð. Með umsjón smíðinnar voru Tryggvi Gunnarsson, trésmiður og athafnamaður og Jóhann Bessason, bóndi og smiður.
Fædd
- 14. febrúar - Brynjólfur H. Bjarnason, verslunarmaður í Reykjavík.
- 6. júní - Axel V. Tulinius, stjórnmálamaður, íþróttafrömuður og skátaforingi.
- 18. júlí - Oddur Björnsson, prentari sem starfaði í Kaupmannahöfn og á Akureyri.
- 28. september - Ásgeir Sigurðsson, verslunarmaður og konsúll Breta.
- 12. október - Stefán Th. Jónsson, útgerðarmaður, kaupmaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði.
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 31. janúar - Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna var samþykktur á bandaríkjaþingi. Hann bannaði alfarið þrælahald og nauðungavinnu nema í þeim tilfellum þar sem glæpamenn voru dæmdir til hegningarvinnu.
- 4. mars - Abraham Lincoln varð í annað sinn forseti Bandaríkjanna.
- 9. apríl - Bandaríska borgarastríðið: Robert E. Lee, hershöfðingi gafst upp fyrir hershöfðingjanum Ulysses S. Grant og stríðið var að lokum komið.
- 14. apríl - Abraham Lincoln var skotinn í leikhúsi í Washington og lést daginn eftir. Banamaður hans var John Wilkes Booth leikari og stuðningsmaður Suðurríkjanna. Hann var drepinn nokkrum dögum síðar. Andrew Johnson varaforseti varð forseti.
- 1. maí - Paragvæstríðið: Þríríkjabandalag Argentínu, Brasilíu og Úrúgvæ gegn Paragvæ var myndað.
- 14. júlí - Matterhorn fyrst klifið af 7 mönnum leiddum af Englendingnum Edward Whymper, 4 létust á niðurleiðinni.
- 16. ágúst - Dóminíska lýðveldið hlaut sjálfstæði frá Spáni.
- 17. desember - Leópold 2. varð konungur Belgíu.
- Suðurríkjasambandið lagðist af í Bandaríkjunum.
- Cornell-háskóli var stofnaður í New York.
- Uffizi-safnið, listasafn í Flórens, var opnað almenningi.
- Nokia var stofnað í Finnlandi sem pappírsmyllufyrirtæki.
- Alþjóðafjarskiptasambandið var stofnað í Sviss.
- Knattspyrnufélagið Nottingham Forest F.C. var stofnað á Englandi.
- Bókin Ævintýri Lísu í Undralandi kom út.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Ellen Clapsaddle, bandarískur teiknari (d. 1934).
- 28. janúar - Kaarlo Juho Ståhlberg, fyrsti forseti Finnlands (d. 1952).
- 9. apríl - Erich Ludendorff, þýskur hershöfðingi í fyrri heimsstyrjöldinni (d. 1937).
- 25. maí -
- Pieter Zeeman, hollenskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1943).
- 25. maí - John Raleigh Mott, bandarískur trúboði (d. 1955).
- 3. júní - Georg 5., konungur Bretlands (d. 1936).
- 10. júní - Frederick Cook, bandarískur landkönnuður og læknir (d. 1940).
- 13. júní - William Butler Yeats, írskt skáld (d. 1939).
- 26. júlí - Philipp Scheidemann, kanslari Þýskalands (d. 1939).
- 10. ágúst - Andreas Heusler, svissneskur miðaldafræðingur (d. 1940).
- 27. ágúst - Charles G. Dawes, varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels (d. 1951).
- 2. nóvember - Warren G. Harding, 29. forseti Bandaríkjanna (d. 1923).
- 4. desember - Edith Cavell, bresk hjúkrunarkona sem bjargaði hermönnum í fyrri heimsstyrjöld (d. 1915).
- 8. desember - Jean Sibelius, finnskt tónskáld (d. 1957).
- 30. desember - Rudyard Kipling, breskur rithöfundur og ljóðskáld (d. 1936).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 15. janúar - Pierre-Joseph Proudhon, franskur stjórnmálamaður, heimspekingur og sósíalisti.
- 13. apríl - Amanz Gressly, svissneskur jarðfræðingur og steingervingafræðingur.
- 15. apríl - Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna.
- 26. apríl - John Wilkes Booth, bandarískur leikari sem myrti Abraham Lincoln forseta.
- 12. ágúst - William Hooker, breskur grasafræðingur.
- 2. september - William Rowan Hamilton, írskur stærðfræðingur (f. 1805).
- 18. október -
- Georg Berna, þýskur náttúrufræðingur.
- 18. október - Henry John Temple, vísigreifi af Palmerston, forsætisráðherra Bretlands.
- 10. desember - Leópold 1. Belgíukonungur.
- 29. desember - Christian Jürgensen Thomsen, danskur fornleifafræðingur og safnamaður.