31. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2025 Allir dagar |
31. desember, eða gamlársdagur, er 365. dagur ársins (366. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu og jafnframt sá síðasti.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 192 - Commodus keisari kom fyrir rómverska öldungaráðið klæddur sem skylmingaþræll. Ástkona hans, Marcia, sá nafn sitt á aftökulista og réð glímukappann Narcissus til að myrða hann.
- 1492 - Um 100.000 gyðingar voru reknir frá Sikiley.
- 1600 - Breska Austur-Indíafélagið fékk konunglegt leyfisbréf.
- 1695 - Sérstakur gluggaskattur varð til þess að margir verslunareigendur í Bretlandi múruðu upp í verslunarglugga sína.
- 1787 - Einokunarversluninni lauk á Íslandi og 1. janúar 1788 varð verslun þar frjáls öllum þegnum Danakonungs.
- 1791 - Skólapiltar í Hólavallarskóla héldu fyrstu áramótabrennu sem vitað er um með vissu á Íslandi.
- 1829 - Jónas Hallgrímsson prédikaði við aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík og sagði þá meðal annars: „Tökum því vara á tímanum, fyrir hvers brúkun vér eigum þá einnig reikning að standa.“
- 1857 - Viktoría Bretadrottning valdi Ottawa sem höfuðborg Kanada.
- 1871 - Fyrsta blysför var farin í Reykjavík að undirlagi skólapilta. Á Tjörninni var álfadansleikur og þar var frumflutt kvæðið „Álfadans“ eftir Jón Ólafsson.
- 1874 - Á síðasta degi þjóðhátíðarárs var mikil skemmtisamkoma haldin á Espihóli í Eyjafirði, þar sem gerður var veisluskáli úr snjó með borðum, bekkjum og ræðustól úr ís.
- 1900 - Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli og fagnaði aldamótunum 1900/1901. Víðar um land var lokadags aldarinnar minnst með viðhöfn, svo sem á Akureyri og Ísafirði.
- 1909 - Manhattanbrúin í New York var tekin í notkun.
- 1914 - Gleðskapur var með mesta móti í Reykjavík, en frá og með miðnætti var öll sala og framleiðsla áfengis bönnuð á Íslandi um alllangt skeið.
- 1929 - Guy Lombardo lék „Auld Lang Syne“ í fyrsta sinn í útvarpi og hóf með því langlífa áramótahefð.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöldin: Ungverjaland sagði Þýskalandi stríð á hendur.
- 1949 - Gamlárskvöld fór fram með besta móti í Reykjavík og var það þakkað brennum, sem skipulagðar voru víða um borgina.
- 1956 - Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins veitti styrki í fyrsta sinn og voru fyrstu styrkþegar Snorri Hjartarson og Guðmundur Frímann.
- 1962 - Icecan-sæstrengurinn milli Íslands og Kanada var tekinn í notkun.
- 1963 - Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands leystist upp þegar tveir hlutar þess, Norður-Ródesía og Nýasaland, fengu sjálfstæði frá Bretlandi og urðu að Sambíu og Malaví.
- 1970 - Halldór Laxness birti grein í Morgunblaðinu sem hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og olli hún miklum deilum.
- 1977 - Víetnam og Kambódía slitu stjórnmálasamskiptum vegna landamæradeilna.
- 1981 - Jerry Rawlings varð forseti Gana eftir valdarán.
- 1983 - Brúnei fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1985 - Sinubrunar urðu vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu, því að þurrt var og auð jörð.
- 1987 - TV3 hóf starfsemi í Danmörku.
- 1990 - Rússinn Garrí Kasparov varði titill sinn í heimsmeistaramótinu í skák þegar hann lagði landa sinn Anatolíj Karpov að velli.
- 1990 - Útvarpsþátturinn Kryddsíld var sendur út í fyrsta sinn á Bylgjunni.
- 1991 - Sovétríkin leystust upp.
- 1994 - Þessum degi var sleppt af Fönixeyjum sem fluttu sig úr tímabeltinu UTC-11 í UTC+13, og Línueyjum sem fluttu sig úr UTC-10 í UTC+14.
- 1995 - Síðasta myndasagan um Kalla og Kobba eftir Bill Watterson birtist í dagblöðum.
- 1997 - Ólafur Skúlason lét af embætti biskups Íslands.
- 1999 - Boris Jeltsín sagði af sér sem forseti Rússlands og Vladímír Pútín var settur forseti í hans stað.
- 1999 - Panamaskurðurinn komst allur í hendur Panama.
- 2004 - Hæsti skýjakljúfur heims, Taipei 101, var opnaður.
- 2004 - Appelsínugula byltingin: Viktor Janúkóvitsj sagði af sér embætti forseta Úkraínu.
- 2005 - Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Hveragerði brann eftir að sprenging varð í húsnæðinu um eittleytið, einnig brunnu tæki hjálparsveitarinnar, bílar og fleira. Einn fótbrotnaði en allir komust lífs af.
- 2006 - Útvarpsstöðin Kántríbær hætti útsendingum.
- 2006 - Þrír létust í átta sprengjutilræðum í Bangkok.
- 2007 - Yfir tvö hundruð manns létu lífið í átökum sem brutust út vegna úrslita forsetakosninganna í Kenýa.
- 2009 - 5 létust þegar maður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Espoo í Finnlandi.
- 2011 - Anders Fogh Rasmussen lýsti því yfir að verkefni NATO í Írak væri lokið.
- 2012 - Fyrra gildistíma Kýótóbókunarinnar lauk.
- 2012 - Bandaríska tímaritið Newsweek hætti pappírsútgáfu en tók hana aftur upp tveimur árum síðar.
- 2014 - 30 létust þegar sprengja sprakk í mosku í Ibb í Jemen þar sem hundruð sjíamúslima höfðu komið saman.
- 2018 - Hrunið í Magnitogorsk 2018: Íbúðablokk í Magnitogorsk í Tsjeljabinsk í Rússlandi hrundi vegna gassprengingar með þeim afleiðingum að 39 létust.
- 2019 – Íraskir skæruliðar og mótmælendur hlynntir stjórn Írans réðust á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad.
- 2019 – Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021: Fyrstu opinberu fréttirnar bárust af nýjum kórónaveirufaraldri í Wuhan í Kína.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1378 - Kallixtus 3. páfi (d. 1458).
- 1491 - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (d. 1557).
- 1572 - Yōzei annar Japanskeisari (d. 1617).
- 1668 - Herman Boerhaave, hollenskur læknir (d. 1738).
- 1869 - Henri Matisse, franskur málari og grafískur hönnuður (d. 1954).
- 1877 - Viktor Dyk, tékkneskt skáld (d. 1931).
- 1880 - George Marshall, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1959).
- 1901 - Karl-August Fagerholm, finnskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1984).
- 1902 - Jóhann J.E. Kúld, íslenskur rithöfundur (d. 1984).
- 1908 - Jim Brown, skosk/bandarískur knattspyrnumaður (d. 1994).
- 1914 - Gils Guðmundsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 2005)
- 1926 - Paolo Magnani, ítalskur biskup.
- 1935 - Salman bin Abdul Aziz al-Sád, konungur Sádi-Arabíu.
- 1936 - Siw Malmkvist, sænsk söngkona.
- 1937 - Anthony Hopkins, velskur leikari.
- 1941 - Alex Ferguson, skoskur knattspyrnukappi og knattspyrnustjóri.
- 1943 - John Denver, bandarískur söngvari (d. 1997).
- 1943 - Ben Kingsley, enskur leikari.
- 1947 - Tim Matheson, bandarískur leikari, leikstjóri og framleiðandi.
- 1948 - Donna Summer, bandarísk söngkona (d. 2012).
- 1954 - Alex Salmond, skoskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Guðmundur Andri Thorsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður.
- 1959 - Val Kilmer, bandarískur leikari.
- 1960 - Steve Bruce, enskur knattspyrnustjóri.
- 1962 - Nélson Luís Kerchner, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1966 - Rúnar Róbertsson, útvarpsmaður á Bylgjunni.
- 1969 - Njáll Trausti Friðbertsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Marcelinho Carioca, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1972 - Gregory Coupet, franskur knattsyrnumadur.
- 1973 - Amir Karić, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Psy, sudurkóreskur söngvari og lagahöfundur.
- 1982 - Craig Gordon, skoskur knattspyrnumadur.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 192 - Commodus Rómarkeisari (f. 161).
- 335 - Silvester 1. páfi.
- 1386 - Jóhanna af Bæjaralandi, drottning Bæheims (f. um 1362).
- 1460 - Játmundur jarl af Rutland, sonur Ríkharðs hertoga, líflátinn (f. 1443).
- 1510 - Bianca Maria Sforza, keisaraynja, kona Maxímilíans 1., keisara hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1472).
- 1511 - Svante Nilsson, ríkisstjóri Svíþjóðar frá 1504 (ýmist talinn hafa dáið þennan dag eða 2. janúar 1512).
- 1848 - Johann Gottfried Jakob Hermann, þýskur fornfræðingur (f. 1772).
- 1855 - Karl Friedrich Hermann, þýskur fornfræðingur (f. 1804).
- 1861 - Hallgrímur Scheving, íslenskur fræðimaður (f. 1781).
- 1964 - Ólafur Thors, forsætisráðherra Íslands (f. 1892).
- 1975 - Barbara Árnason, ensk-íslensk myndlistarkona (f. 1911).
- 1980 - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur (f. 1911).
- 1993 - Zviad Gamsakhurdia, forseti Georgíu (f. 1939).
- 2000 - Guðbrandur Hlíðar, íslenskur dýralæknir (f. 1915).
- 2007 - Ragnar Lár, íslenskur myndlistarmaður (f. 1935).
- 2019 - Guðrún Ögmundsdóttir, íslensk stjórnmálakona og félagsráðgjafi (f. 1950).
- 2021 - Betty White, bandarísk leikkona (f. 1922).
- 2022 - Benedikt 16., páfi (f. 1927).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Gamlárskvöld (síðasti dagur ársins) í löndum þar sem gregoríska tímatalið er notað.
Heimilidir
[breyta | breyta frumkóða]- „Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun“. Sótt 2. janúar 2007.