Fjaðrárgljúfur
Útlit
Fjaðrárgljúfur er um 2 km gljúfur sem áin Fjaðrá myndaði undir síðasta jökulskeið fyrir um 9000 árum. Það er um 8km vestur af Kirkjubæjarklaustri og er mest um 100 metra hátt og er að miklu leyti móberg.
Ásókn ferðamanna í gljúfrið jókst til muna þegar Justin Bieber gerði þar tónlistarmyndband en var því lokað um tíma vegna átroðnings.
Árið 2024 var austurhluti þess friðlýstur. [1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]South.is Fjaðrárgljúfur[óvirkur tengill]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Vísir, 14. maí, 2024