Content-Length: 100708 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Jules_Dupuit

Jules Dupuit - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Jules Dupuit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arsène Jules Émile Juvénal Dupuit (8. febrúar 1804 – 5. desember 1866), betur þekktur sem Jules Dupuit, var franskur verk- og hagfræðingur sem vann að þróun mikilvægra hugtaka og aðferða í hagfræði. Hann er sérstaklega þekktur fyrir sín brautryðjandaframlög á sviðum velferðarhagfræðar, kostnaðar- og ábatagreiningar, neytendaafgangs, jaðarnytjar og verðmismununar svo eitthvað sé nefnt. [1] Verk hans hafa haft djúpstæð áhrif á hagfræðina og innviðaáætlanir, þar sem þau bjóða upp á greiningartól sem hafa gagnast stjórnvöldum og fræðimönnum við að móta og meta opinberar stefnur. Hér verður fjallað ítarlega um hver framlög Dupuits voru til hagfræðinnar og hvernig þau hafa lifað áfram og mótað greinina langt umfram hans eigin tíma.

Jules Dupuit

Dupuit fæddist í Fossano á Ítalíu. Aðeins tíu ára að aldri flutti hann og fjölskylda hans til Versala þar sem hann gekk í skóla, en honum var gefin eðlisfræðiverðlaun við útskrift. [2] Hann lærði síðan verkfræði við hinn virta École Polytechnique í París og starfaði síðar sem verkfræðingur við ýmis verkefni, þar á meðal brúargerð og járnbrautarþróun. Hann tók smám saman að sér meiri ábyrgð í ýmsum héraðsstörfum. Hann hlaut Légion d'honneu árið 1843, sem er hæsta viðurkenning sem hægt er að veita frönskum ríkisborgara í Frakklandi sem og útlendingi, fyrir störf sín við franska vegakerfið og flutti skömmu síðar til Parísar. Hann lærði einnig flóðastjórnun (e. flood management) árið 1848, en um 1850 var Dupuit kallaður til Parísar þar sem hann var gerður að yfirverkfræðingi. Það var hér sem Dupuit tók að sér rannsóknir á vatnskerfum og vökvakerfi sveitarfélaga og hafði umsjón með byggingu fráveitukerfisins í París. Árið 1855 var hann útnefndur aðaleftirlitsmaður "Corps des Ingénieurs" en hann starfaði svo í "Conseil des Ponts et Chaussées" til dauðadags. Þann 5. desember 1886 lést Dupuit, aðeins 62 ára að aldri í París. [1]

Framlög til hagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Dupuit var frumkvöðull í þróun hugmynda sem eru nú grundvallarþættir í mörgum hagfræðikenningum. Hans rannsóknir og skrif snertu á mörgum meginþáttum sem enn þann dag í dag eru viðurkenndir sem hornsteinar í hagfræði og opinberri stefnumótun.

Þó að hugtakið jaðarnyt hafi síðar verið þróað betur af öðrum hagfræðingum, var Dupuit meðal fyrstu hugsuða sem snerti þá hugmynd að verðmæti vöru fyrir neytendur minnkar eftir því sem þeir neyta meira af henni.[3]

Rannsóknir Dupuit voru lykilatriði í að skilja hvernig skattar, tollar og verð hafa áhrif á velferð neytenda. Hann þróaði hugmyndina um að allar aukningar í verði, sköttum og tollum myndu leiða til minnkunar á nytsemi sem er í boði fyrir samfélagið. Þá nefndi hann þá reglu að litlir skattar miðað við framleiðslukostnað myndi leiða til jafnar minnkunar í neyslu. Athugasemdir Dupuit lagði grunninn að síðari kenningum um velferðarhagfræði og áhrif verðlagningar á neytendaafgang. [4]

Neytendaafgangur

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1844 Kynnti Dupuit sitt áhrifamesta verk, hugmyndina um neytendaafgang.[3] Grein hans snerist um að ákveða ákjósanlegasta toll fyrir brú, var hugmyndin háð þeirri forsendu að ánægja neytenda (nyt) væri mælanleg. Það var hér sem hann kynnti feril sinn um minnkandi jaðarnyt. Eftir því sem magn vörunnar sem neytt er eykst, minnkar jaðarnyt vörunnar fyrir notandann. Þannig að því lægri sem tollurinn er, því fleiri myndu nota brúna (meiri neysla). Á hinn bóginn minnkar vilji einstaklingsins til að borga fyrir þá vöru eftir því sem magnið eykst (fólkið sem leyft er á brúnni).[2]

Verðmismunun

[breyta | breyta frumkóða]

Dupuit ræddi hugmyndina um verðmismunun, þar sem seljendur rukka mismunandi verð til mismunandi neytenda fyrir sömu vöru eða þjónustu. Hann greindi hvernig einokunaraðili gæti aukið hagnað með því að taka mismunandi verð miðað við greiðsluvilja neytenda.[3]

Til er klassískt dæmi, um göngubrú Dupuit árið 1849, þar sem um er að ræða fólk sem telur ekki nauðsynlegt að fara yfir brúna, sérstaklega ef það er í fjárhagslegum erfiðleikum eða bara of dýrt. Vandamálið sagði hann geta verið leyst með því að sveigja eftirspurn með verði eða með því að breyta vörueiginleikum. Dupuit benti til dæmis á að hægt væri að hafa mismunandi verð eftir tíma dags eða bjóða upp á sérstaka afsláttarmiða fyrir starfsmenn eða nota „ólínulega verðlagningu“ (e. nonlinear pricing).[5]

Kostnaðar- og ábatagreining:

[breyta | breyta frumkóða]

Kenningin um neytendaafgang lagði grunninn að nútímalegri kostnaðar- og ábatagreiningu sem er nauðsynleg í opinberri stefnumótun og mati á verkefnum í dag, en Dupuit byggði á hugmyndum Navier. [1] Í stuttu máli er kostnaðarábatagreining ákvarðanatökutæki sem ber kostnað við aðgerð eða verkefni saman við væntanlegan ávinning. Með því að vega heildarkostnað á móti heildarávinningi hjálpar greiningin að ákvarða hvort fjárfesting eða ákvörðun sé fjárhagslega þess virði. Jákvæð niðurstaða bendir til þess að ávinningurinn sé meiri en kostnaðurinn, sem gerir aðgerðina eða verkefnið hagstætt.[6]

Almannagæði og ytri eiginleikar:

[breyta | breyta frumkóða]

Vinna Dupuits snerti einnig áskoranirnar við að verðleggja almannagæði. Hann taldi að ákveðnar vörur, eins og vegir, gætu verið notaðir af mörgum án þess að draga úr notagildi fyrir aðra. Hann fjallaði einnig um áskoranir tengdar ytri áhrifum, þar sem aðgerðir eins einstaklings eða fyrirtækis geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir aðra.[7]

Allan feril sinn hélt Dupuit áfram að leggja áherslu á mikilvægi efnahagslegrar greiningar í skipulagningu innviða, og talaði fyrir skynsamlegri ákvarðanatöku í opinberum fjárfestingum. Hugmyndir hans áttu stóran þátt í að móta það hvernig stjórnvöld meta og forgangsraða opinberum verkefnum. [8]

Arfleifð Jules Dupuits varir á sviði hagfræði og verkfræði, þar sem hugmyndir hans halda áfram að leiðbeina stefnumótendum og hagfræðingum við mat á félagslegum og efnahagslegum áhrifum opinberra framkvæmda. Verk hans eru enn mikilvægur hluti af þeim grunni sem nútíma velferðarhagfræði og kostnaðar- og ábatagreining eru byggð á. [8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 „Jules Dupuit“. www.hetwebsite.net. Sótt 5. október 2023.
  2. 2,0 2,1 „Jules Dupuit“, Wikipedia (enska), 11. mars 2023, sótt 6. október 2023
  3. 3,0 3,1 3,2 Ekelund, R. B. (1968). „Jules Dupuit and the Early Theory of Marginal Cost Pricing“. Journal of Political Economy. 76 (3): 462–471. ISSN 0022-3808.
  4. R. B. Ekelund, Jr (2014). Jules Dupuit and the Early Theory of Marginal Cost Pricing (PDF). The University of Chicago Press.
  5. Simon P. Anderson; Régis Renault (2008). Price Discrimination (PDF).
  6. „Economics - Market Effects, Inequality, Regulation | Britannica Money“. www.britannica.com (enska). Sótt 6. október 2023.
  7. „Jules Dupuit and benefit-cost analysis: Making past to be the present“. Transport Policy (bandarísk enska). 70: 14–21. 15. nóvember 2018. doi:10.1016/j.tranpol.2018.01.013. ISSN 0967-070X.
  8. 8,0 8,1 „Dupuit, Jules | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 6. október 2023.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Jules_Dupuit

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy