Content-Length: 87528 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Khandi_Alexander

Khandi Alexander - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Khandi Alexander

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Khandi Alexander
Khandi Alexander árið 2014
Khandi Alexander árið 2014
Upplýsingar
FæddKhandi Alexander
4. september 1957 (1957-09-04) (67 ára)
Ár virk1985 -
Helstu hlutverk
Alexx Woods í CSI: Miami
Darlene í What´s Love Got to Do With It

Khandi Alexander (f. 4. september 1957) er bandarískur dansari og leikkona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Dr. Alexx Woods í CSI: Miami.

Khandi fæddist í New York og stundaði nám við Queensborough Community College. Kom hún fram í Broadway söngleiknum Chicago, Bob Fosses Dancin og Dreamgirls. Var hún danshöfundur fyrir heimstúr Whitney Houston frá 1988–1992 og kom fram sem dansari í Natalie Coles tónlistarmyndbandinu „Pink Cadillac“ frá 1988.

Síðan í byrjun tíunda áratugsins hefur Alexander einbeitt sér að kvikmyndum og sjónvarpi, lék hún Catherine Duke í NewsRadio og var aukaleikari í ER. Hún er þekkt fyrir hlutverk sitt sem eiturlyfjandinn Fran í The Corner.

Hefur hún verið gestaleikari í Law & Order: Special Victims Unit, NYPD Blue, Better Off Ted og La Femme Nikita. Lék réttarlæknirinn Alexx Woods í CSI: Miami.

Khandi lék í kvikmyndinni CB4 með Chris Rock og Charlie Murphy. Aðrar kvikmyndist sem hún hefur leikið í: Dark Blue, Sugar Hill, Menace II Society, House Party 3, There's Something About Mary, Rain, Poetic Justice og í Tinu Turner kvikmyndinni What's Love Got to Do with It, sem Darlene.

Yfirgaf hún CSI: Miami stuttu áður en 2007-2008 tímabilinu lauk. Þann 2. febrúar, 2009 kom hún aftur sem Alexx Woods í gestahlutverki í þættinum Smoke Gets in Your CSI's.

Hefur síðan 2010 leikið í þættinum Treme sem fjallar um áhrifin sem Katrina hafði á New Orleans.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1985 Streetwalkin´ Star
1985 A Chorus Line Dansari
1987 Maid to Order Vændiskona í fangelsi
1993 CB4 Sissy
1993 Joshua Tree Maralena Turner
1993 Menace II Society Karen Lawson
1993 What´s Love Got to Do with It Darlene
1993 Poetic Justice Simone
1993 Sugar Hill Ella Skuggs
1994 House Party 3 Janelle
1994 Greedy Laura
1996 No Easy Way Diana Campbell
1998 There´s Something About Mary Joanie
1999 Thick as Thieves Janet
2002 Fool Proof Icarus
2002 Emmett´s Mark Det. Middlestat
2002 Dark Blue Janelle Holland
2006 Rain Latishia Arnold
2007 First Born Dierdre
2012 The-N-word Ms. Greene Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1985 FTV Ýmsar persónur ónefndir þættir
1987 Rags to Riches The Delights Þáttur: Pilot
1988 Duet Hjúkrunarfræðingur Þáttur: Special Delivery
1989 A Different World Theressa Stone Þáttur: Citizen Wayne
1993 Shameful Secrets Rosalie Sjóvarpsmynd
1994 To My Daughter with Love Harriet Sjónvarpsmynd
1996 Terminal Dr. Deborah Levy Sjónvarpsmynd
1998 La Femme Nikita Terry Þáttur: Soul Sacrifice
1995-1998 NewsRadio Catherine Duke 59 þættir
1999 X-Chromosome Yolanda Sjónvarpssería
Talaði inn á
1999 Cosby Karen Þáttur: The Awful Truth
1999 NYPD Blue Sonya Þáttur: What´s Up, Chuck?
1999 Spawn Lakesha/hjúkrunarfræðingur Þáttur: Seed of the Hellspawn
Talaði inn á
1999 Partners Charlie Sjónvarpsmynd
2000 Rude Awakening Juanita Wilson Þáttur: Star 80 Proof
2000 The Corner Denise Francine ´Fran´ Boyd 6 þættir
2000 Third Watch Beverly Saunders Þáttur: History
2001 Law & Order: Special Victims Unit Sgt. Karen Smythe Þáttur: Paranoia
1995-2001 ER Jackie Robbins 29 þættir
2002 CSI: Crime Scene Investigatons Dr. Alexx Woods Þáttur: Cross-Jurisdictions
2003 Life´s a Bitch Yolanda Sjónvarpsmínisería
2004 Perfect Strangers Christie Kaplan Sjónvarpsmynd
2002-2009 CSI: Miami Dr. Alexx Woods 145 þættir
2009 Better Off Ted Stella Þáttur: Battle of the Bulbs
2012 Body of Proof Beverly Travers 2 þættir
2010-2012 Treme LaDonna Batiste-Williams 28 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Black Reel verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besta leikkonan fyrir The Corner.

DVD Exclusive verðlaunin

  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í DVD frumsýningarmynd fyrir Emmett´s Mark.

Image verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir CSI: Miami.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir CSI: Miami.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir CSI: Miami.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Law & Order: Special Victims Unit.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd/míniseríu/sérstökum dramaþætti fyrir The Corner.

NAMIC Vision verðlaunin

  • 2011: Verðlaun fyrir bestan leik í dramaseríu fyrir Treme.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Khandi_Alexander

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy