LTE
LTE (enska: Long Term Evolution) eða 4G LTE er staðall fyrir þráðlausa gagnasendingu. Staðallinn er byggður á GSM/EDGE og UMTS/HSPA nettæknum, en bæði bandbreiddin og hraðinn eru aukin. Samtökin 3GPP þróaði staðalinn.
Heimsins fyrsta opinbera LTE-þjónusta fór í loftið 14. desember 2009 í Ósló og Stokkhólmi en hún er rekin af TeliaSonera. Mörg farsímafyrirtæki sem reka GSM/UMTS og CDMA þjónustur ætla eða eru að uppfæra netin sín fyrir LTE. Ætlast er til þess að LTE verði heimsins fyrsta staðalfarsímaþjónusta, en LTE-þjónustur eru sendar út á mismunandi tíðnum á mismunandi svæðum. Þetta þýðir að farsímar þurfi að geta móttekið mismunandi tíðnir til að virka um allan heim.
Þó að LTE-staðallinn sé auglýst sem 4G-þjónusta uppfyllti hann ekki kröfurnar fyrir 4G sem ITU-R hafði sett fram í upphafi. Vegna þrýstings frá farsímafyrirtækjum og framfara í 3G-staðlinum sem WIMAX, HSPA+ og LTE hafa í för með sér ákvað ITU að LTE-þjónustur mætti kalla „4G“.