Content-Length: 53176 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%BAlahreppur

Múlahreppur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Múlahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múlahreppur

Múlahreppur (einnig kallaður Skálmarnesmúlahreppur) var hreppur í Austur-Barðastrandarsýslu.

Múlahreppur er nú allur í eyði. Áður voru eftirfarandi bæir í byggð: Litlanes, Kirkjuból á Litlanesi (eða vestra), Vattarnes, Fjörður (áður Kerlingarfjörður), Deildará, Hamar, Ingunnarstaðir, Skálmarnesmúli (Múli), Skálmardalur, Illugastaðir, Selsker, Svínanes, Kvígindisfjörður, Kirkjuból (á Bæjarnesi) og Bær á Bæjarnesi.

Kirkja var á Skálmarnesmúla og á fyrri öldum þjónaði prestur staðnum. Á síðari öldum var Skálmarnesmúlasókn þjónað frá Flatey. Kvígindisfjörður, Kirkjuból á Bæjarnesi og Bær tilheyrðu þó Gufudalssókn.

Föst búseta lagðist af í sveitinni 1975, en þá voru allir bæir sveitarinnar farnir í eyði, síðastur Fjörður á Múlanesi.

Hinn 4. júlí 1987 sameinaðist hreppurinn hinum fjórum hreppum sýslunnar: Reykhólahreppi, Geiradalshreppi, Gufudalshreppi og Flateyjarhreppi undir nafni Reykhólahrepps.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%BAlahreppur

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy