Content-Length: 59266 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Sigmundur_Eyj%C3%B3lfsson

Sigmundur Eyjólfsson - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Sigmundur Eyjólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigmundur Eyjólfsson (d. 1537) var íslenskur prestur á 16. öld. Hann var vígður Skálholtsbiskup í Niðarósi árið 1537 og átti að taka við af Ögmundi Pálssyni en lést skömmu síðar.

Sigmundur var sonur Eyjólfs Jónssonar og Ásdísar Pálsdóttur á Hjalla í Ölfusi og systursonur Ögmundar biskups. Hann var prestur í Vallanesi 1530-1531 og í Hítardal í Mýrasýslu 1531-1536 en þá var hann valinn til að taka við biskupsdæminu af Ögmundi, sem orðinn var heilsulaus og sjóndapur. Hann sigldi til Noregs um haustið og hlaut vígslu hjá Ólafi Engilbertssyni erkibiskupi í Niðarósi um veturinn en hafði fengið fótarmein, veiktist um leið og vígslunni lauk og lést eftir nítján daga, svo að hann náði aldrei að setjast á biskupsstól. Hann var raunar ekki eini Skálholtsbiskupinn sem þannig fór fyrir. Grímur Skútuson dó meðan hann beið eftir siglingu til Íslands 1321 og Marcellus lét einfaldlega aldrei sjá sig á landinu þótt hann væri Skálholtsbiskup í tólf ár.

Fylgikona Sigmundar var Þuríður stóra Einarsdóttir, sem áður hafði fylgt Þórði Einarssyni presti í Hítardal en eftir lát Sigmundar tók hún saman við Odd Gottskálksson. Dóttir Sigmundar og hennar var Katrín, kona Egils Einarssonar lögréttumanns á Snorrastöðum í Laugardal. Dóttir Þuríðar með Þórði var Jórunn, kona Þórðar Guðmundssonar lögmanns og móðir Gísla Þórðarsonar lögmanns.

  • Biskupasögur, 2. bindi. Reykjavík, 1898.
  • „Blindi biskupinn í Skálholti og erindreki hans. Sunnudagsblað Tímans, 7. febrúar 1965“.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Sigmundur_Eyj%C3%B3lfsson

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy