18. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
18. nóvember er 322. dagur ársins (323. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 43 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1302 - Bónifasíus 8. gaf út páfabulluna Unam Sanctam.
- 1477 - William Caxton prentaði fyrstu bókina sem prentuð var í Englandi, Dictes or Sayengis of the Philosophres.
- 1626 - Péturskirkjan í Róm vígð af Úrbanusi 8. páfa, en bygging hennar hófst árið 1506.
- 1709 - Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brann og fórst barn í eldinum. Mikið glataðist af verðmætum hlutum.
- 1897 - Blaðamannafélag Íslands var stofnað.
- 1906 - Stórbruni varð á Akureyri. Sjö hús brunnu og um 80 manns misstu heimili sín.
- 1916 - Fyrri heimsstyrjöld: Orrustunni við Somme lauk.
- 1921 - Hvíta stríðið: Lögregla gerði atlögu að heimili Ólafs Friðrikssonar ritstjóra Alþýðublaðsins.
- 1930 - Búddíska trúfélagið Soka Gakkai var stofnað.
- 1978 - Fylgjendur Jim Jones og Peoples Temple frömdu fjöldasjálfsmorð í Jonestown í Gvæjana.
- 1981 - Áttunda hrina Kröfluelda hófst og stóð hún í fimm daga.
- 1982 - Fyrsta kvöld Músíktilrauna var haldið í Tónabæ í Reykjavík.
- 1982 - Vilmundur Gylfason gekk úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
- 1985 - Myndasagan Kalli og Kobbi (Calvin & Hobbes) hóf göngu sína í 35 bandarískum dagblöðum.
- 1987 - Eldsvoðinn í King's Cross: 31 lést í eldsvoða í neðanjarðarlestarstöðinni við King's Cross í London.
- 1987 - Íran-Kontrahneykslið: Þingnefndir lýstu því yfir að Ronald Reagan bæri ábyrgð á vopnasendingum.
- 1988 - Stríðið gegn eiturlyfjum: Ronald Reagan undirritaði lög sem kváðu á um dauðarefsingu fyrir tiltekin brot
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Alþýðuher Júgóslavíu hertók þorpið Vukovar eftir 87 daga umsátur og drap 270 króatíska stríðsfanga.
- 1991 - MI-8-þyrla með fulltrúa stjórnar Aserbaísjan, blaðamenn og embættismenn frá Rússlandi og Kirgistan var skotin niður yfir Nagornó-Karabak af armenskum hermönnum að talið er.
- 1993 - Írska drengjahljómsveitin Boyzone var stofnuð.
- 1993 - Fyrsti leiðtogafundurinn í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna fór fram í Seattle.
- 1995 - Jóakim Danaprins gekk að eiga Alexöndru Manley.
- 1996 - Fuglafræðingurinn Tony Silva var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að vera leiðtogi páfagaukasmyglhrings.
- 2002 - Ítalski stjórnmálamaðurinn Giulio Andreotti var dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Mino Pecorelli.
- 2007 - 101 námuverkamaður lét lífið í námuslysi í Úkraínu.
- 2007 - Silvio Berlusconi tilkynnti að flokkur hans Forza Italia yrði lagður niður og Popolo della Libertà stofnaður í staðinn.
- 2011 - Tölvuleikurinn Minecraft var uppfærður í útgáfu 1.0.
- 2016 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að ekki væri lengur hætta á heimsfaraldri vegna zika-veirunnar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 9 - Vespasíanus, rómverskur keisari (d. 79).
- 1647 - Pierre Bayle, franskur heimspekingur (d. 1706).
- 1743 - Johannes Ewald, danskt leikskáld (d. 1781).
- 1786 - Carl Maria von Weber, þýskt tónskáld (d. 1826).
- 1877 - Arthur Cecil Pigou, breskur hagfræðingur (d. 1959).
- 1888 - Frances Marion, bandarísk blaðakona og handritshöfundur (d. 1973).
- 1898 - Poul F. Joensen, færeyskur rithöfundur (d. 1970).
- 1909 - Svavar Guðnason, íslenskur listmálari (d. 1988).
- 1939 - Margaret Atwood, kanadískur rithöfundur.
- 1940 - Qaboos bin Said al Said, soldán Ómans (d. 2020).
- 1958 - Laura Lynch, bandarísk tónlistarkona.
- 1960 - Kim Wilde, bresk söngkona.
- 1960 - Elizabeth Perkins, bandarísk leikkona.
- 1962 - Kirk Hammett, bandariskur gitarleikari.
- 1963 - Peter Schmeichel, danskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Mike Epps, bandarískur uppistandari.
- 1987 - Jake Abel, bandariskur leikari.
- 1992 - Nathan Kress, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1154 - Adélaide de Maurienne, drottning Frakklands, kona Loðvíks 6. (f. 1092).
- 1305 - Jóhann 2., hertogi af Bretagne (f. 1239).
- 1605 - Robert Catesby, leiðtogi Púðursamsærisins í Englandi (f. 1573).
- 1886 - Chester A. Arthur, Bandaríkjaforseti (f. 1829).
- 1887 - Gustav Fechner, þýskur sálfræðingur (f. 1801).
- 1892 - Hannes Finsen, landfógeti (f. 1828).
- 1918 - Björn Bjarnason frá Viðfirði, íslenskur þjóðsagnasafnari (f. 1873).
- 1918 - Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), íslenskur rithöfundur (f. 1873).
- 1920 - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (f. 1835).
- 1922 - Marcel Proust, franskur rithöfundur (f. 1871).
- 1928 - Mauritz Stiller, sænskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1883).
- 1962 - Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1885).
- 1965 - Henry A. Wallace, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1888).
- 1976 - Man Ray, bandarískur myndlistarmaður (f. 1890).
- 1978 - Jim Jones, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Peoples Temple (f. 1931).
- 1978 - Pablo Dorado, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 1994 - Lúðvík Jósepsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1914).
- 1999 - Paul Bowles, bandarískur rithöfundur (f. 1910).