Content-Length: 166795 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Marx-len%C3%ADnismi

Marx-lenínismi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Marx-lenínismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sovéskt áróðursplakat frá árinu 1920. Á því stendur: „Til þess að eiga meira verður að framleiða meira. Til þess að framleiða meira verður að kunna meira.“
Myndir af Marx, Engels, Lenín og Stalín í Austur-Þýskalandi árið 1953.

Marx-lenínismi er kommúnísk hugmyndafræði sem var útbreiddasta stefna kommúnistahreyfinga á 20. öldinni.[1] Marx-lenínismi var heiti á opinberri stjórnarstefnu Sovétríkjanna,[2] leppríkja þeirra í Austurblokkinni og ýmissa sósíalískra stjórna í þriðja heiminum á tíma kalda stríðsins.[3] Alþjóðasamband kommúnista aðhylltist jafnframt marx-lenínisma eftir að bolsévikar komust þar til áhrifa.[4] Marx-lenínismi er enn hugmyndafræði ýmissa kommúnistaflokka og opinber stjórnarstefna ríkisstjórna Kína, Laos og Víetnam.[5][6] Marx-lenínistar aðhyllast jafnan alþjóðlega verkalýðshyggju og sósíalískt lýðræði en eru almennt mótfallnir stjórnleysi, fasisma, heimsvaldastefnu og frjálslyndu lýðræði. Hugmyndafræði marx-lenínisma gerir ráð fyrir því að til þess að ryðja kapítalisma úr vegi verði að gera kommúníska byltingu í tveimur þrepum. Kommúnísk framvarðarsveit sem skipulögð er með tilteknu stigveldi með lýðræðislegri miðstýringu á að taka völdin „í þágu verkalýðsins“ og stofna til sósíalísks ríkis undir stjórn kommúnistaflokks, sem á að ráða í umboði einræðis verkalýðsins. Ríkið á að stýra efnahaginum og framleiðslunni, bæla niður andstöðu borgarastéttarinnar, efla sameignarstefnu og undirbúa væntanlegt kommúnistasamfélag sem á að vera bæði stéttalaust og ríkislaust.[7][8][9][5][10][11] Marx-lenínísk ríki eru yfirleitt aðeins kölluð kommúnistaríki í fræðaheimi Vesturlanda.[12][13][14][15]

Jósef Stalín þróaði hugmyndina um marx-lenínisma á þriðja áratuginum upp úr túlkun sinni og samblöndun á marxískri rétthugsun og lenínisma.[16][17] Eftir dauða Vladímírs Lenín árið 1924 varð marx-lenínismi sérstök hreyfing innan Sovétríkjanna þegar Stalín og félagar hans náðu stjórn á Kommúnistaflokknum. Með nýju hugmyndafræðinni höfnuðu marx-lenínistar hugmyndum vestrænna marxista um heimsbyltingu sem skilyrði fyrir uppbyggingu sósíalisma og studdu þess í stað hugmyndina um sósíalisma í einu landi. Stuðningsmenn stefnunnar töldu umskiptin frá kapítalisma til sósíalisma hafa markast af tilurð fyrstu fimm ára áætlunarinnar og upptöku sovésku stjórnarskrárinnar 1936.[18]

Á síðhluta þriðja áratugarins lagði Stalín grunn að hugmyndafræðilegri rétthugsun innan Kommúnistaflokksins, Sovétríkjanna og Alþjóðasambands kommúnista til þess að vísir væri að alþjóðlegu marx-lenínísku iðkunarferli.[19][20] Á þriðja áratuginum varð sovésk útgáfa Stalíns og félaga af þráttarefnishyggju og sögulegri efnishyggju að opinberri sovéskri túlkun á marxisma[21] og marxistar í öðrum ríkjum fóru að nota hana sem fyrirmynd. Á síðhluta fjórða áratugarins náði hugtakið marx-lenínismi útbreiðslu eftir að Stalín notaði það í opinberri kennslubók sinni, Sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna (Bolsévika) (1938).[22]

Alþjóðahyggja marx-lenínismans birtist í stuðningi hans við byltingar í öðrum löndum, fyrst í gegnum Alþjóðasamband kommúnista. Stofnun annarra kommúnistaríkja eftir seinni heimsstyrjöldina leiddi til þess að nýju kommúnistastjórnirnar fylgdu marx-lenínísku fordæmi Sovétríkjanna og tóku upp fimm ára áætlanir, hraða iðnvæðingu, pólitíska miðstýringu og bælingu á andófi. Í kalda stríðinu var marx-lenínismi áberandi drifkraftur í alþjóðasamskiptum mestalla 20. öldina.[23] Eftir að Stalín lést og hafið var að þurrka út arfleifð hans í Sovétríkjunum var marx-lenínismi endurskoðaður mörgum sinnum og til urðu ýmis afbrigði eins og guevarismi, Ho Chi Minh-hugsun, hoxhaismi, maóismi, sósíalismi með kínverskum einkennum og títóismi. Þetta leiddi jafnframt til þess að hugmyndafræðilegar deilur hófust á milli margra marx-lenínískra ríkja, meðal annars deilna Títós og Stalíns, deilna Kína og Sovétríkjanna og deilna milli Kína og Albaníu.

Deilt hefur verið um hvernig beri að flokka marx-lenínísk ríki félagshagfræðilega. Ýmist hefur verið bent á þau sem dæmi um skrifræðislega sameignarstefnu, ríkiskapítalisma, ríkissósíalisma eða alveg sérstakan framleiðsluhátt.[24] Austurblokkinni, þar á meðal marx-lenínískum ríkjum í Austur-Evrópu og þriðja heiminum, hefur verið lýst sem „skrifræðislegu valdboðskerfi“.[10] Hins vegar hefur verið bent á félagshagfræðilega uppbyggingu Kína sem „þjóðernissinnaðan ríkiskapítalisma“.[25]

Gagnrýni á marx-lenínisma hefur jafnan farið saman við almenna gagnrýni á kommúnistastjórnir og með henni hefur jafnan verið einblínt á gerðir og stefnur marx-lenínískra leiðtoga á borð við Stalín, Maó Zedong og Pol Pot. Marx-lenínísk ríki einkennast venjulega af mikilli miðstýringu ríkisins og kommúnistaflokksins, pólitískri undirokun, trúleysi sem opinberri trúarstefnu, sameignarstefnu og notkun nauðungarvinnu í vinnubúðum auk ókeypis almennrar menntunar og heilbrigðisþjónustu, lítils atvinnuleysis og lægra verðlags á tilteknum vörum. Sagnfræðingar á borð við Silvio Pons og Robert Service telja að undirokun og alræðishyggja þessara ríkja hafi komið til vegna marx-lenínískrar hugmyndafræði.[26][27][28] Sagnfræðingar á borð við Michael Geyer og Sheilu Fitzpatrick benda á aðrar skýringar og telja að áhersla á efri lög samfélagsins og á hugtök á borð við alræðishyggju hafi skyggt á eiginlega virkni kerfisins.[29] Uppgangur Sovétríkjanna sem fyrsta kommúníska ríkis heims leiddi til þess að kommúnismi varð almennt bendlaður við marx-lenínisma og sovéska stjórnarhætti[23][30][31] en sumir fræðimenn, hagfræðingar og hugsuðir halda því fram að í reynd hafi marx-lenínísk stjórnkerfi verið tegund af ríkiskapítalisma[32][33][34] eða áætlanalausu tilskipanahagkerfi.[35][36]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lansford, Thomas (2007). Communism. New York: Cavendish Square Publishing. bls. 9–24, 36–44. ISBN 978-0761426288. „Árið 1985 bjó þriðjungur af heimsbyggðinni við marx-lenínísk stjórnarför af einni tegund eða annarri.“
  2. Evans, Alfred B. (1993). Soviet Marxism-Leninism: The Decline of an Ideology. Santa Barbara: ABC-CLIO. pp. 1–2. ISBN 9780275947637.
  3. Hanson, S.E. (2001). „Marxism/Leninism“. International Encyclopedia of the Social & Behavioral Sciences. bls. 9298–9302. doi:10.1016/B0-08-043076-7/01174-8. ISBN 9780080430768.
  4. Bottomore, T. B. (1991). A Dictionary of Marxist Thought. Wiley-Blackwell. bls. 54.
  5. 5,0 5,1 Cooke, Chris, ed. (1998). Dictionary of Historical Terms (2. útg.). bls. 221–222.
  6. Bhattarai, Kamal Dev (21. febrúar 2018). „The (Re)Birth of the Nepal Communist Party“. The Diplomat. Sótt 29. nóvember 2020.
  7. Morgan, W. John (2001). "Marxism–Leninism: The Ideology of Twentieth-Century Communism". In Wright, James D., ed. International Encyclopedia of the Social & Behavioral Sciences (2. útg.). Oxford: Elsevier. bls. 657, 659: "Lenin argued that power could be secured on behalf of the proletariat through the so-called vanguard leadership of a disciplined and revolutionary communist party, organized according to what was effectively the military principle of democratic centralism. [...] The basics of Marxism–Leninism were in place by the time of Lenin's death in 1924. [...] The revolution was to be accomplished in two stages. First, a 'dictatorship of the proletariat,' managed by the élite 'vanguard' communist party, would suppress counterrevolution, and ensure that natural economic resources and the means of production and distribution were in common ownership. Finally, communism would be achieved in a classless society in which Party and State would have 'withered away.'"
  8. Busky, Donald F. (2002). Communism in History and Theory: From Utopian Socialism to the Fall of the Soviet Union. Greenwood Publishing. bls. 163–165.
  9. Albert, Michael; Hahnel, Robin (1981). Socialism Today and Tomorrow. Boston, Massachusetts: South End Press. pp. 24–26.
  10. 10,0 10,1 Andrain, Charles F. (1994). Comparative Political Systems: Policy Performance and Social Change. Armonk, New York: M. E. Sharpe. bls. 140: "The communist party-states collapsed because they no longer fulfilled the essence of a Leninist model: a strong commitment to Marxist-Leninist ideology, rule by the vanguard communist party, and the operation of a centrally planned state socialist economy. Before the mid-1980s, the communist party controlled the military, police, mass media, and state enterprises. Government coercive agencies employed physical sanctions against political dissidents who denounced Marxism-Leninism."
  11. Evans, Alfred. Soviet Marxism-Leninism: The Decline of an Ideology. ABC-CLIO, 1993. bls. 24: "Lenin defended the dictatorial organization of the workers' state. Several years before the revolution, he had bluntly characterized dictatorship as 'unlimited power based on force, and not on law', leaving no doubt that those terms were intended to apply to the dictatorship of the proletariat. ... To socialists who accused the Bolshevik state of violating the principles of democracy by forcibly suppressing opposition, he replied: you are taking a formal, abstract view of democracy. ... The proletarian dictatorship was described by Lenin as a single-party state."
  12. Wilczynski, J. (2008). The Economics of Socialism after World War Two: 1945-1990. Aldine Transaction. bls. 21. ISBN 978-0202362281. „Contrary to Western usage, these countries describe themselves as 'Socialist' (not 'Communist'). The second stage (Marx's 'higher phase'), or 'Communism' is to be marked by an age of plenty, distribution according to needs (not work), the absence of money and the market mechanism, the disappearance of the last vestiges of capitalism and the ultimate 'whithering away' of the State.“
  13. Steele, David Ramsay (september 1999). From Marx to Mises: Post Capitalist Society and the Challenge of Economic Calculation. Open Court. bls. 45. ISBN 978-0875484495. „Among Western journalists the term 'Communist' came to refer exclusively to regimes and movements associated with the Communist International and its offspring: regimes which insisted that they were not communist but socialist, and movements which were barely communist in any sense at all.“
  14. Rosser, Mariana V. and J Barkley Jr. (23. júlí 2003). Comparative Economics in a Transforming World Economy. MIT Press. bls. 14. ISBN 978-0262182348. „Ironically, the ideological father of communism, Karl Marx, claimed that communism entailed the withering away of the state. The dictatorship of the proletariat was to be a strictly temporary phenomenon. Well aware of this, the Soviet Communists never claimed to have achieved communism, always labeling their own system socialist rather than communist and viewing their system as in transition to communism.“
  15. Williams, Raymond (1983). „Socialism“. Keywords: A vocabulary of culture and society, revised edition. Oxford University Press. bls. 289. ISBN 978-0-19-520469-8. „The decisive distinction between socialist and communist, as in one sense these terms are now ordinarily used, came with the renaming, in 1918, of the Russian Social-Democratic Labour Party (Bolsheviks) as the All-Russian Communist Party (Bolsheviks). From that time on, a distinction of socialist from communist, often with supporting definitions such as social democrat or democratic socialist, became widely current, although it is significant that all communist parties, in line with earlier usage, continued to describe themselves as socialist and dedicated to socialism.“
  16. Lisichkin, G. (1989). "Mify i real'nost'" (rússneska). Novy Mir (3): 59.
  17. Lansford, Thomas (2007). Communism. New York: Cavendish Square Publishing. bls. 17. ISBN 978-0761426288.
  18. Smith, S. A. (2014). The Oxford Handbook of the History of Communism. Oxford: Oxford University Press. p. 126. ISBN 9780191667527. "The 1936 Constitution described the Soviet Union for the first time as a 'socialist society', rhetorically fulfilling the aim of building socialism in one country, as Stalin had promised."
  19. Bullock, Allan; Trombley, Stephen, eds. (1999). The New Fontana Dictionary of Modern Thought (3. útg.). bls. 506.
  20. Lisischkin, G. (1989). "Mify i real'nost'" (rússneska). Novy Mir (3): 59.
  21. Evans, Alfred B. (1993). Soviet Marxism-Leninism: The Decline of an Ideology. Santa Barbara: ABC-CLIO. bls. 52–53. ISBN 9780275947637.
  22. "Marxism". Soviet Encyclopedic Dictionary. bls. 00.
  23. 23,0 23,1 Communism. 2007. Sótt 29. nóvember 2020.
  24. Sandle, Mark (1999). A Short History of Soviet Socialism. London: UCL Press. pp. 265–266. doi:10.4324/9780203500279. ISBN 9781857283556.
  25. Morgan, W. John (2001). "Marxism–Leninism: The Ideology of Twentieth-Century Communism". Í Wright, James D., ritstj. International Encyclopedia of the Social & Behavioral Sciences (2. útg.). Oxford: Elsevier. bls. 661.
  26. Service (2007), bls. 5–6: "Whereas fascist totalitarianism in Italy and Germany was crushed in 1945, communist totalitarianism was reinforced in the USSR and other Marxist-Leninist states ... enough was achieved in the pursuit of comprehensive political monopoly for the USSR – as well as most other communist states – to be rightly described as totalitarian".
  27. Service (2007), p. 301: "The labor camps developed in the USSR were introduced across the communist world. This was especially easy in eastern Europe where they inherited the punitive structures of the Third Reich. But China too was quick in developing its camp network. This became one of the defining features of communism. It is true that other types of society used forced labour as part of their penal system … What was different about communist rulership was the dispatch of people to the camps for no reason other than the misfortune of belonging to a suspect social class".
  28. Pons, pp. 308–310: "The linkages between ethnic cleansing and the history of communism in power are manifold. Communist governments, wherever they arose, sought to increase the purview of their states by homogenizing, categorizing and making more transparent their populations. … The state would weed out the weak and ungovernable ... and eliminate those ethnicities or nationalities that proved able to perpetuate their cultural, political and economic distinctiveness. ... Ethnic cleansing and communism are linked not only in the history of the Soviet Union and Stalin ... Communist governments saw it in their interests to establish ethnically-homogeneous states and territories, sometimes even claiming that 'national' expulsions constituted a 'social' revolution, since those expelled were the bourgeois or aristocratic 'oppressors' of the native peoples".
  29. Geyer, Michael; Fitzpatrick, Sheila (2009). Beyond Totalitarianism: Stalinism and Nazism Compared. Cambridge University Press. doi:10.1017/CBO9780511802652. ISBN 978-0-521-72397-8.
  30. Ball, Terence; Dagger, Richard [1999] (2019). "Communism" (revised ed.). Encyclopædia Britannica. Retrieved 10 June 2020 – via Britannica.com.
  31. Busky, Donald F. (2000). Democratic Socialism: A Global Survey. Praeger. pp. 6–8. ISBN 978-0-275-96886-1. "In a modern sense of the word, communism refers to the ideology of Marxism-Leninism. [...] [T]he adjective democratic is added by democratic socialists to attempt to distinguish themselves from Communists who also call themselves socialists. All but communists, or more accurately, Marxist-Leninists, believe that modern-day communism is highly undemocratic and totalitarian in practice, and democratic socialists wish to emphasise by their name that they disagree strongly with the Marxist-Leninist brand of socialism."
  32. Chomsky, Noam (1986). "The Soviet Union Versus Socialism". Our Generation (Spring/Summer). Retrieved 10 June 2020 – via Chomsky.info.
  33. Howard, M. C.; King, J. E. (2001). "'State Capitalism' in the Soviet Union" Geymt 28 júlí 2019 í Wayback Machine. History of Economics Review. 34 (1): 110–126. doi:10.1080/10370196.2001.11733360.
  34. Wolff, Richard D. (27 June 2015). "Socialism Means Abolishing the Distinction Between Bosses and Employees" Geymt 11 mars 2018 í Wayback Machine. Truthout. Retrieved 29 January 2020.
  35. Wilhelm, John Howard (1985). „The Soviet Union Has an Administered, Not a Planned, Economy“. Soviet Studies. 37 (1): 118–30. doi:10.1080/09668138508411571.
  36. Ellman, Michael (2007). „The Rise and Fall of Socialist Planning“. Í Estrin, Saul; Kołodko, Grzegorz W.; Uvalić, Milica (ritstjórar). Transition and Beyond: Essays in Honour of Mario Nuti. New York City: Palgrave Macmillan. bls. 22. ISBN 978-0-230-54697-4. „In the USSR in the late 1980s the system was normally referred to as the 'administrative-command' economy. What was fundamental to this system was not the plan but the role of administrative hierarchies at all levels of decision making; the absence of control over decision making by the population [...].“








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Marx-len%C3%ADnismi

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy