Content-Length: 93113 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Nor%C3%B0menn

Norðmenn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Norðmenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur helgi •  P. Tordenskjold  •  N. H. Abel  •  F. StangH. Ibsen  •  E. Grieg  •  F. Nansen  •  E. MunchR. Amundsen  •  E. Groven  •  L. Ullmann  •  O. G. SolskjærPr. Märtha  •  Pr. Mette-Marit  •  S. Jensen  •  L-M. M. Jünge

Norðmenn (norska: nordmenn) eru þjóð sem á rætur sínar að rekja til Noregs. Þeir hafa sameiginlega menningu og tala norsku. Norðmenn og afkomendur þeirra er víða að finna um heiminn, sérstaklega í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Brasilíu. Um það bil 100.000 Norðmenn eru búsettir utan Noregs, og næstum 5 milljónir í Noregi sjálfum.

Á víkingaöldinni fóru Norðmenn norður og vestur og settust að í Færeyjum, Hjaltlandseyjum, Orkneyjum, á Íslandi, Írlandi, í Skotlandi og Norður-Englandi. Þeir gerðu umfangsmikil rán á Írlandi og stofnuðu borgirnar Cork, Dyflinn og Limerick. Árið 947 kom ný bylgja Norðmanna til Englands þegar Eiríkur blóðöx hernam Jórvík. Frá 8. öldinni settust norskir Víkingar að í Normandí, en þessir landnámsmenn voru héðan af þekktir sem Normannar. Þeir voru víðar til Englands, Sikileyjar og annarra Miðjarðarhafseyja. Fyrsti norski landnámsmaður sem kom til Íslands var Ingólfur Arnarson, en hann stofnaði Reykjavík árið 874. Eftir að honum var vísað brott úr Noregi uppgötvaði Eiríkur rauði Grænland, en hann reyndi að laða íslenska landnámsmenn þaðan. Frændi hans Leifur Eiríksson komst svo að Norður-Ameríku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Nor%C3%B0menn

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy