Content-Length: 145892 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Peter_Paul_Rubens

Peter Paul Rubens - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Peter Paul Rubens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjálfsmynd með fyrstu eiginkonu sinni, Isabellu Brant, í laufskála, frá 1610.

Peter Paul Rubens (28. júní 157730. maí 1640) var afkastamikill flæmskur listmálari á 17. öld og einn af helstu forvígismönnum barokksins í evrópskri myndlist. Hann er þekktastur fyrir íburðarmiklar altaristöflur, portrett, landslagsmyndir og söguleg málverk með allegóríum og myndefni úr goðsögum. Rubens rak verkstæði í Antwerpen og var sleginn til riddara bæði af Filippusi 2. Spánarkonungi og Karli 1. Englandskonungi.

Hann var flæmskur málari frá Antwerpen (sem nú er í Belgíu). Auk þess að vera afkastamikill málari var Rubens nokkurs konar sendiherra og rak erindi þjóðhöfðingja um alla Evrópu. Hann fór til Ítalíu árið 1600 og var þar í níu ár. Þar kynntist hann list endurreisnar og barokkmeistara eins og Caravaggios. Þegar hann sneri aftur gerði hann stórar altaristöflur í dómkirkjuna í Antwerpen.

Fyrri kona hans var Isabella Brant en eftir dauða hennar gekk hann að eiga kornunga stúlku, Helenu Fourment, sem þá var aðeins 16 ára en hann 53 ára. Þær voru báðar fyrirsætur hjá honum en auk þess málaði hann kóngafólk um alla álfuna, m.a. mikla myndröð af Maríu Medici Frakklandsdrottningu.

Hann rak stórt verkstæði þar sem lærlingar unnu eftir skissum hans og hann sjálfur rak síðan smiðshöggið á verkið. Einkennandi fyrir stíl hans eru opnir og léttir pensildrættir. Myndir hans eru litfagrar og iða af lífsgleði og fjöri. Myndflöturinn er fylltur holdmiklum gyðjum og brosmildum englum sem dansa um leikandi hrynjanda.

Meðal helstu verka hans eru: Altaristöflur í dómkirkjunni í Antwerpen, María í hásæti meðal dýrlinga (krýning heilagrar Katrínar), Rán dætra Levkipposar, Allegóría friðar, Myndaröð um líf Maríu Medici.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Peter_Paul_Rubens

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy